fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Kattarkonan gjaldþrota

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 18. maí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin margbrotna Jocelyn Wildenstein, best þekkt sem „kattarkonan“, er gjaldþrota. Wildenstein hefur verið í almannaumræðunni Vestanhafs í meira en fjóra áratugi, það eina sem hún hefur unnið sér inn til frægðar er að hafa gifts milljarðamæringnum Alec Wildenstein, er iðulega talað um hana sem „fræg fyrir að vera fræg“. Í seinni tíð hefur hún vakið mikla athygli fyrir stöðugar lýtaaðgerðir sem eiga að láta hana líta út eins og köttur. Dýr sem hún hefur mikið dálæti á.

Hún skildi við Alec árið 1999 og hefur síðan þá haldið sig í senu ríka fólksins á Manhattan, átti hún meðal annars íbúð í Trump-turninum metin á rúmar 11 milljónir dollara eða rúman 1,1 milljarð króna.

Wildenstein má finna á ótal listum á netinu yfir fólk sem hefur breytt sér með lýtaaðgerðum. Segja má að enginn slíkur listi sé heill án hennar og Michael Jackson.

Eitthvað hefur hún farið illa með peningana en samkvæmt NY Post mun hún hafa vísað fram bankareikningnum sínum þegar hún óskaði eftir að fara í gjaldþrot, var upphæðin nákvæmlega 0$.

Wildenstein fékk 2,5 milljarð dollara við skilnaðinn 1999, í dag skuldar hún háar upphæðir tugi milljóna dollara til ýmissa aðila. Skuldar hún New York-borg 2 milljónir króna í vangreidda skatta. Einnig skuldar hún Bentley bílaumboðinu í Manhattan háar upphæðir, sem og kreditkortafyrirtækjum, lánastofnunum og geymslufyrirtækjum. Mun hún því aðeins þurfa að lifa á rúmum 94 þúsund krónum á mánuði í lífeyrissjóðsgreiðslur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin