fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Matur

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

DV Matur
Miðvikudaginn 7. maí 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðla- og raunveruleikaþáttastjarnan Khloé Kardashian sýndi aðdáendum sínum eldhúsið heima hjá sér í myndbandi sem birt var á YouTube á mánudag.

Kardashian útskýrði að búrið, sem var hannað til að gefa „kósí bændamarkaðsstemningu“, hafi einu sinni verið einn af bílskúrum hússins. Í neðri hillunum geymir hún meðal annars snakk og popp, sem gerir börnunum hennar, dótturinni True sjö ára, og syninum Tatum tveggja ára, auðvelt að nálgast naslið sjálf.

„Ég vil að þau geti farið sjálf og gripið sér eitthvað. Í efri hillunum er svona meira fullorðins eins og kryddjurtir, ólífur fyrir martinidrykkina fyrir Kris systur sína og svo er ég með mismunandi svæði og mismunandi ítát. Í efstu hillum er ég með lager og svo glerkökudiska fyrir allt það skemmtilega.“

Kardashian sýnir síðan svæði þar sem hún er sérstaklega með „rúsínur og hnetur og alla þessa hollu hluti“. Hún geymir allt í loftþéttum krukkum og ílátum og til að vera meðvituð um hvenær hlutirnir renna út setur hún merkimiða neðst á hvert ílát.

Til að hjálpa til við skipulag notar hún „lötu Siggu (e. Lazy Susan)“ til að geyma niðursoðnar vörur, en það er um bakka að ræða sem snúast.

Kardashian segist hafa gaman af að fá sér mikið af próteinbitum, en segist einnig vera mannleg. Hún reyni oftast að borða hollan mat, en eitthvað er unnin matur. Og þannig segir hún lífið bara vera. Kardashian sýndi einnig kryddjurtirnar sínar, matarolíur og pasta.

„Ég er bara ánægð með að ég er ekki með fullt af plasti hérna.“

Kardashian sýndi einnig kryddjurtirnar sínar, matarolíur og pasta.

Hinu megin í búrinu er nóg af skurðarbrettum, glerflöskum, ávaxtaskálum og smákökum til að duga fleiri en einu heimili. Kardashian sýnir líka í skúffurnar þar sem er nóg af alls konar hlutum eins og einnota en endurvinnanlegum áhöldum, sogrörum og fleira. Sælgætisskúffa, bökunarvörur og fleira. Og allt snyrtilega raðað og hver hlutur á sínum.

Í skápum geymir hún morgunkorn og hluti sem henni finnst ekki fallegir að horfa á, eins og Ziploc pokar. Í lokin sýnir hún fleiri skurðarbretti sem eru notuð sem skraut, og snjókeiluvél.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna