fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Matur

Marengsís með Nóa Kroppi

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 25. október 2025 14:30

Mynd: Linda Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlegur kökubæklingur Nóa Siríus er kominn út í fyrsta sinn eingöngu í rafrænni útgáfu. Bæklingurinn sem hefur komið út í 30 ár er í ár í umsjón Lindu Ben.

Bökum saman er ætlað að vera hvatning til þess að búa til samverustundir og minningar saman en bakstur er tilvalin leið til þess. Í bæklingnum eru 10 glænýjar uppskriftir úr smiðju Lindu Ben.

Hér er ein uppskrift úr bæklingnum birt með leyfi Nóa Siríus.

Marengsís með Nóa Kroppi

Erfiðleikastig: Miðlungs
Heildartími: 12 klst. – útbúa daginn áður
Fjöldi: 10 manns

Ís
500 ml rjómi
6 eggjarauður
130 g púðursykur
200 g Nóa Kropp

Marengs
4 eggjahvítur
¼ tsk cream of tartar
¼ tsk salt
300 g sykur

Karamellusósa
140 g Rjóma-karamellu Töggur
70 ml rjómi

Skraut
Nóa Kropp

1.Stillið ofninn á 170°C og blástur.

2.Setjið eggjahvítur í skál ásamt cream of tartar og salti. Þeytið þar til blandan byrjar að freyða, bætið þá sykrinum út í. Þeytið þar til alveg stífir toppar myndast.

3.Teiknið þrjá 22 cm hringi á smjörpappír og snúið pennastrikinu niður áður en þið setjið marengsinn á. Skiptið deiginu á milli hringanna og sléttið úr. Bakið í 20 mínútur og leyfið marengsum að kólna alveg.

4.Útbúið ísinn með því að þeyta 500 ml rjóma vel.

5.Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annarri skál þar til blandan myndar borða. Blandan myndar borða ef þeytarinn er tekinn upp og deigið lekur aftur í skálina.

6.Blandið rjómanum varlega saman við eggjablönduna með sleikju. Bætið Nóa Kroppi út í.

7.Skiptið ísnum í 3 skálar.

8.Takið 24 cm smelluformshring (ekki með botni) og smyrjið hann. Klæðið hringinn með smjörpappír og setjið á kökudisk.

9.Setjið einn marengsbotninn ofan í kökuformin, þrýstið honum alveg niður og hellið einum hluta af ísnum yfir. Setjið annan marengsbotn ofan á og þrýstið honum vel niður og svo annan hluta af ísnum ofan á. Setjið þriðja marengsbotninn yfir og þrýstið honum vel niður og setjið svo loks þriðja hlutann af ísnum. Sléttið úr, lokið með plastfilmu og setjið í frysti í a.m.k. 24 klst.

10.Útbúið sósuna með því að bræða saman Rjóma-karamellu Töggur og rjóma við lágan hita. Kælið sósuna og hellið henni yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“