fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Matur

Lax með sítrónusósu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. júlí 2025 10:44

Mynd: Gott í matinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góður lax stendur alltaf fyrir sínu enda stútfullur af mikilvægum næringarefnum. Þessi uppskrift, sem er úr smiðju Berglindar Hreiðarsdóttur fyrir Gott í matinn, er allt í senn einföld, fljótleg og góð!

Innihald

 4 skammtar  

Lax:

800 gr laxaflök
salt og pipar
ólífuolía
fersk steinselja

Sítrónusósa

1/2 stk. laukur, mjög fínt saxaður
safi úr einni sítrónu
60 ml hvítvín
125 ml rjómi frá Gott í matinn
110 gr. smjör (við stofuhita)
salt eftir smekk

Annað meðlæti:

bakaðar kartöflur með smjöri og salti
ferskt salat að eigin vali, til dæmis klettasalat, mangó, avókadó, kasjúhnnetur og Dala Feta
ferskar sítrónusneiðar

Skref 1

  • Skerið laxinn í hæfilega stóra bita og raðið í eldfast mót.
  • Penslið með olíu og kryddið með salti og pipar.
  • Bakið við um 215°C í 10-15 mínútur (fer eftir þykkt flakanna).
  • Stráið ferskri steinselju yfir laxinn þegar hann kemur úr ofninum.

Skref 2

  • Á meðan laxinn er í ofninum er sósan útbúin.
  • Setjið lauk, sítrónusafa og hvítvín saman í pott og sjóðið niður í 8-12 mínútur eða þar til sósan fer að þykkna.
  • Hrærið rjómanum saman við og náið upp suðu að nýju.
  • Takið pottinn þá af hellunni og hrærið smjörinu varlega saman við þar til það hefur bráðnað (lítinn hluta í einu).
  • Kryddið til með salti eftir smekk og haldið heitu á lágum hita þar til bera á fram.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun