fbpx
Þriðjudagur 26.september 2023
Matur

Dásamleg ofnbökuð taco ídýfa með nautahakki, svörtum baunum og cheddar

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. september 2023 11:00

Mynd; Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heitar ídýfur sem gratíneraðar eru í ofni eru bara eitt það allra besta sem til er. Þær henta alveg frábærlega í saumaklúbbinn, kósíkvöldið eða júróvisjón partýið. Þessi ídýfa er alls ekki flókin, er bragð og matarmikil.

Hráefni

  • 250 g Nautahakk
  • 400 g Rjómaostur
  • 1 saxaður laukur
  • 2 Hvítlauksrif marin
  • 1 græn chili söxuð
  • 400 g Saxaðir tómatar
  • 200 g Salsa sósa
  • 20 g Taco krydd
  • 200 g Rifinn cheddar ostur
  • 150 g Soðnar svartar baunir
  • 150 g Maískorn
  • 150 g Rifinn mozzarella
  • 2 Tómatar, saxaðir
  • 1 Avocado í bitum
  • 10 g Kóríander
  • 2 pokar Finn Crisp snakk
  • 0.25 tsk Salt
  • 0.25 tsk Pipar
  • 1 tsk Cumin

Leiðbeiningar

  1. Byrjið á því að steikja nautahakkið á steypujárnspönnu eða pönnu sem má fara inn í ofn. Kryddið með taco kryddinu, takið af pönnunni og geymið til hliðar.
  2. Setjið 1 msk af olíu út á pönnuna og steikið laukinn og hvítlaukinn. Þegar laukurinn er orðinn glær bætið þið söxuðu tómötunum, rjómaostinum, grænu chili, kryddum og cheddar osti út á pönnuna og hrærið vel í. Bætið svörtum baunum, maískorni og nautahakki saman við og látið malla smá stund.
  3. Toppið með rifna ostinum og restinni af cheddarostinum og bakið í 200° heitum ofni í 20 mín eða þar til osturinn er orðinn fallega gylltur. Takið þá pönnuna út, toppið með söxuðum tómötum, baunum, avocado og kóríander. Berið fram með Finn Crisp snakki með Cheddar cheese.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, sniðugt ekki satt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Matur
Fyrir 21 klukkutímum
Pasta í hvítlauksrjómasósu

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Matarmikil tómatsúpa með rjómaosti

Matarmikil tómatsúpa með rjómaosti
Matur
Fyrir 1 viku

Risarækjur með hvítlauk, engifer, kóríander og sweet chili

Risarækjur með hvítlauk, engifer, kóríander og sweet chili
Matur
Fyrir 2 vikum

Falafel bollur með melónusalati og tahini jógúrtsósu

Falafel bollur með melónusalati og tahini jógúrtsósu
Matur
Fyrir 2 vikum

Mexíkósk pizza

Mexíkósk pizza
Matur
29.05.2023

Tíu léttir réttir sem gefa þér meiri orku en kaffi

Tíu léttir réttir sem gefa þér meiri orku en kaffi
Matur
28.05.2023

Jómfrúin sú besta í heimi

Jómfrúin sú besta í heimi