Ef þig vantar eitthvað fljótlegt til þess að bera fram í saumó, eftirrétt í matarboðið eða eitthvað ljúffengt í afmælisveisluna þá er þessi baka alveg fullkomin. Hún er algjör draumur fyrir sanna unnendur súkkulaðis enda algjörlega nóg af því hér.
Hráefni
Kaka
- 120 g Púðursykur
- 220 g Sykur
- 180 g Mjúkt smjör
- 1 msk Vanilludropar
- 2 egg við stofuhita
- 60 ml Mjólk
- 4 msk Kakó
- 1 tsk Matarsódi
- 320 g Hveiti
- 0.5 tsk Mulið salt
- 150 g Suðusúkkulaði, saxað
- 150 g Suðusúkkulaði 70%, saxað
Ofan á kökuna:
- 100 g Síríus Pralín súkkulaði með saltkaramellufyllingu
- 3 msk Rjómi
Leiðbeiningar
- Byrjið á því að hita ofninn í 180°C blástur
- Saxið súkkulaðið og setjið til hliðar og útbúið kaffið og látið kólna.
- Setjið púðursykur, sykur, smjör og vanilludropa í skál og þeytið saman. Setjið eitt egg út í í einu og þeytið vel á milli. Þeytið blönduna þar til hún er orðin ljós og létt
- Blandið kakói og köldu kaffi saman við og þeytið.
- Setjið hveiti, matarsóda og salt saman við og blandið saman með sleikju. Setjð saxað súkkulaði saman við að síðustu.
- Smyrjið ofnfast mót í meðalstærð og smyrjið deiginu í formið. Bakið í 30 mín.
- Útbúið karamellukremið með því að brjóta súkkulaðið og setja í lítinn pott ásamt rjómanum. Bræðið saman og takið af hellunni
- Takið kökuna út, látið mesta hitann rjúka úr henni, „drizzlið“ kreminu yfir kökuna og toppið með karamellukurli. Berið fram með vanilluís eða rjóma.