fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
Matur

Jómfrúin sú besta í heimi

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 28. maí 2023 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarbókin Jómfrúin var valin sú besta, „best in the world“, á Gourmand verðlaunahátiðinni í Umeå í Svíþjóð. Jakob Ein­ar Jak­obs­son, höfundur bókarinnar og eig­andi Jóm­frú­ar­inn­ar í Lækjargötu, og Anna Lea Friðriks­dótt­ir og Dögg Hjaltalín eigendur Sölku bókaútgáfu tóku á móti verðlaununum í gærkvöldi.

Gourmand verðlaun­in eru alþjóðleg mat­reiðslu­bóka­verðlaun sem hafa verið veitt frá árinu 1995 og í ár kepptu bækur frá yfir 200 löndum til verðlauna. Stofn­andi Gourmand er hinn franski Edou­ard Co­intreau, en eft­ir­nafn hans vísar til föður­fjöl­skyld­unn­ar sem stend­ur að baki Co­intreau-lí­kjörnum og móður­fjöl­skylda hans mynd­ar veldið á bak við koní­akið Remy Mart­in. 

Anna Lea, Jakob Einar og Dögg
Þremenningarnir eru að vonum afar sátt með verðlaunin

Bókin kom út á 25 ára af­mæli Jóm­frú­ar­inn­ar árið 2021.  Bókin fang­ar and­rúms­loftið sem ríkir á veitingastaðnum og í bókinni má finna upp­skrift­ir að fjöl­mörg­um rétt­um sem prýtt hafa mat­seðil­inn í gegn­um tíðina, sögu veit­ingastaðar­ins og vitn­is­b­urð fastak­únna sem all­ir kalla Jóm­frúna sína. Á boðstól­um á Jóm­frúnni er, og hef­ur alltaf verið, danskt smur­brauð í bland við aðra sí­gilda danska rétti að ógleymd­um guðaveig­um til að væta kverk­arn­ar. 

Bókina má kaupa á vef Sölku og í öllum betri bókaverslunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Dásamleg ofnbökuð taco ídýfa með nautahakki, svörtum baunum og cheddar

Dásamleg ofnbökuð taco ídýfa með nautahakki, svörtum baunum og cheddar
Matur
Fyrir 1 viku

Einfalt rigatoni með pestó, ólífum og sólþurrkuðum tómötum

Einfalt rigatoni með pestó, ólífum og sólþurrkuðum tómötum
Matur
Fyrir 2 vikum

Kjúklingalasagna með tómatrjómasósu og spínati

Kjúklingalasagna með tómatrjómasósu og spínati
Matur
Fyrir 2 vikum

Heit súkkulaðibaka með karamellukremi, karamellukurli og vanilluís

Heit súkkulaðibaka með karamellukremi, karamellukurli og vanilluís
Matur
12.07.2023

Álftaneskaffi hætti rekstri

Álftaneskaffi hætti rekstri
Matur
10.06.2023

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Nær allir bera erlent heiti 

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Nær allir bera erlent heiti