fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. desember 2023 12:00

Sígilt er að fá sér pyslu og gos eftir ferð um ganga Costco.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pylsa með gosi er dýrust á Íslandi af öllum verslunum Costco í heiminum. Þetta afar vinsæla tilboð kostar 299 krónur hér á landi.

Það var matarvefurinn The Daily Meal sem gerði verðsamanburð á tilboðunum á milli landa. Í Bandaríkjunum hefur verðið verið hið sama, 1,5 dollari, í hartnær fjóra áratugi. Í dag eru þetta 209 krónur íslenskar.

Stjórnarformaður Costco, Craig Jelinek, segist alls ekki ætla að hætta með þetta tilboð eða breyta verðinu á því. Það myndi hreinlega gera út af við hann.

Costco rekur um 860 verslanir, þar af nærri 600 í Bandaríkjunum. En einnig fjölmargar verslanir í Kanada, Mexíkó, Japan, Bretlandi, Ástralíu og fleiri löndum. Eina Costco verslunin á Norðurlöndum er í Garðabænum en fyrirhugað er að opna verslun í Svíþjóð.

Pylsu og gostilboðið er reyndar alls ekki ódýrast í Bandaríkjunum. Í Kanada kostar það einnig 1,5 dollar en Kanadadollarinn er á lægra gengi. Tilboðið kostar því einungis 154 krónur þar í landi. Þar að auki geta Kanadamenn valið um nautakjötspylsu eða pólska pylsu en pólska pylsan var tekin úr sölu í Bandaríkjunum árið 2018.

Í Mexíkó kostar pylsutilboðið hins vegar 279 krónur, hátt í það sem það kostar á Íslandi. Hins vegar eru jalapenos og laukur á pylsunum þar þannig að fólk fær í raun meira fyrir peninginn.

Í Ástralíu kostar tilboðið 181 krónu og aðeins 167 í Japan. Í báðum þessum löndum er hins vegar aðeins boðið upp á svínakjötspylsur. Einnig í Kína þar sem tilboðið er á sama verði og í Bandaríkjunum, 209 krónur.

Tilboðið er dýrara í Evrópu. Í Bretlandi kostar það 264 krónur og 230 krónur í Frakklandi og á Spáni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“