Hver elskar ekki rækjurétti, þessi er alveg dásamlega ljúffengur.
Hráefni
- 2 stk Risarækjur
- 8 hvítlauksrif, pressuð
- 2-3 rauð chili
- 1 pakki Kóríander
- Safi úr 2 sítrónum
- 3 msk Sweet chili sósa
- Notið um 10cm af engiferrót
Leiðbeiningar
- Takið risarækjurnar úr pakkningunni og takið allan vökva frá.
- Pressið hvítlauksrifin, saxið engifer og kóríander smátt. Saxið chilí einnig smátt, takið fræin frá ef þið viljið ekki hafa réttinn bragðmikinn.
- Hitið olíu á pönnu og setjið risarækjur og hvítlauk á pönnuna og steikið. Kryddið með salti og pipar.
- Eftir um 1 mínútu setjið engifer, chilí og kóríander á pönnuna og steikið þar til rækjurnar eru tilbúnar.
- Í lokin, bætið sítrónusafa og sætri chilísósu saman við.
- Berið fram með einföldu salati og/eða hrísgrjónum.
Sparaðu þér sporið við matarinnkaupin. Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, sniðugt ekki satt?