fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
FókusMatur

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 21. mars 2023 19:09

Safa og teymið hennar hjá Mabrúka fögnuðu eins árs afmæli krydd fyrirtækisins og kynntu nýja vöru til leiks Harissa. Í þættinum Matur og heimili fangaði Sjöfn stemninguna og kíkti á Söfu.MYNDIR/HRINGBRAUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Mat og heimilum kíkir Sjöfn 1 árs afmæli Mabrúka sem haldið var á dögunum með pomp og prakt á veitingastaðnum Sumac. Þar hittir Sjöfn Söfu Jemai sem hefur staðið í stórræðum síðastliðið ár og stofnaði meðal annars fyrirtækið sitt Mabrúka sem flytur inn heimagert krydd frá heimalandi hennarTúnis. Af því tilefni bauð Safa og teymið hennar til glæsilegrar afmælisveislu þar sem boðið var upp á 7 rétta matseðil þar sem kryddin voru í forgrunni.

Safa notaði jafnframt tækifærið og kynnti nýja vöru til leiks, Harissa. „Harissa er chilli-mauk frá Túnis. Í Harissa er chilli, hvítlaukur, salt, tabel og mikið af ólífuolíu. Þessi uppskrift sem við notum er frá Norður-Túnis, Bizerte, þar sem fjölskyldan mín býr,“ segir Safa og er óendanlega þakklát fyrir hversu vel hefur verið tekið á móti kryddunum fá Mabrúka hér á landi.

Meira um gleðina í 1 árs afmæli Mabrúka í þætti kvöldsins, fyrst klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér:

Matur og heimili: Innlit til Gretu Salóme og 1 árs afmæli Mabrúk
play-sharp-fill

Matur og heimili: Innlit til Gretu Salóme og 1 árs afmæli Mabrúk

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa
Hide picture