fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Matur

Lindudrykkurinn slær í gegn – Fullkomin byrjun á góðum degi

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 29. ágúst 2022 11:39

Linda Pé átti heiðurinn af vikumatseðli Fréttablaðsins í síðustu viku þar sem hún ljóstraði upp uppskriftinni af hinum fræga Lindudrykk sem slóg í gegn. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Péturdóttir átti heiðurinn af vikumatseðli Fréttablaðsins í síðustu viku sem er hreint út sagt ómótstæðilegur og stuðlar að hollum og heilsusamlegum lífsstíl. Hún setti saman nokkrar af sínum uppáhalds uppskriftum og meðal annars af þessum dásamlega græna drykk, sem kallast einfaldlega Lindu drykkurinn.

„Ég er mjög skipulögð og vinn fram í tímann en ég geri alltaf ráð fyrir tíma í hádeginu til að fá mér holla næringu. Flest hádegi fæ ég mér einn heilsudrykk úr 28 daga Heilsuáskoruninni minni, þeir eru bragðgóðir og saðsamir og ég veit að ég er að fá alla þá næringu sem ég þarf á að halda, þetta hef ég gert nánast daglega í nokkur ár. Og þeir taka stuttan tíma að útbúa sem er mikill plús fyrir annasamt fólk. „Lindudrykkurinn“ svokallaði (fékk á sig þetta nafn í Baðhúsinu þar sem þetta var uppáhalds heilsudrykkurinn minn þá) er gífurlega næringarþéttur og góður kostur í upphafi viku og þegar mikið er að gera.“

Hér er hin fullkomna uppskrift af góðum drykk sem gott er að hefja alla daga á.

Lindudrykkurinn

1 lúka spínat

1 avókadó

1/3 agúrka

½ greipaldin eða 1 grænt epli

1 sentimetri engifer

safi úr einni sítrónu

1 msk. mulin hörfræ

Klakar eða ískalt vatn eftir smekk.

Allt sett í blandara og þeytt saman þangað til drykkurinn er orðinn silkimjúkur.

„Til þess að vera viss um að ég fá nægt prótín borða ég líka eitt eða jafnvel tvö harðsoðinn egg með. Annars veit ég að ég fæ gott magn af andoxunarefnum úr grænmetinu, og góða holla fitu sem heldur mér lengi saddri úr avókadóinu og úr hörfræjunum. Og svo er hann líka svo góður á bragðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Suðrænir kokkanemar sýndu listir sínar í Salt Eldhúsi

Suðrænir kokkanemar sýndu listir sínar í Salt Eldhúsi
Matur
Fyrir 3 vikum

Sigurður Már hreppti titilinn kökugerðarmaður ársins

Sigurður Már hreppti titilinn kökugerðarmaður ársins
HelgarmatseðillMatur
02.09.2022

Glænýr og heitur helgarmatseðilll í boði þáttarins Matur og heimili

Glænýr og heitur helgarmatseðilll í boði þáttarins Matur og heimili
Matur
31.08.2022

Amerískar súkkulaðibitakökur með mjúkri miðju sem þú átt eftir að elska

Amerískar súkkulaðibitakökur með mjúkri miðju sem þú átt eftir að elska
Matur
18.08.2022

Veitingastaðurinn Héðinn Kitchen & Bar áfram í alþjóðlegum verðlaunaflokki

Veitingastaðurinn Héðinn Kitchen & Bar áfram í alþjóðlegum verðlaunaflokki
Matur
16.08.2022

Hraunflóðið sigraði brauðtertukeppni ársins

Hraunflóðið sigraði brauðtertukeppni ársins
Matur
06.08.2022

Fullkominn bleikur Cosmopolitan fyrir laugardagsgleðina

Fullkominn bleikur Cosmopolitan fyrir laugardagsgleðina
Matur
05.08.2022

Tacos skálar á 15 mínútum sem slá í gegn

Tacos skálar á 15 mínútum sem slá í gegn