fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Guðdómlegir haframolar með hörfræjum

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 1. júlí 2022 10:23

Girnilegir haframolarnir hennar Berglindar þar sem hörfræin gleðja bæði líkama og sál með hollustu sinni. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver þekkir ekki þessa tilfinningu að vera alltaf að leita eftir einhverju mönsi í hollari kantinum. Það er svo gott að eiga slíkt í frysti eða ísskápnum því þá eru minni líkur á því að detta í óhollustuna á millimálstímum eins og að fá sér súkkulaðistykki. Berglind okkar Hreiðars köku- og matarbloggari með meiru er ein af þeim sem þekkir þessa tilfinningu vel og er hér að reyna bæta úr og bjóða upp á hollara snakki í millimáli.

„Ég hef gert ótal uppskriftir af alls kyns orkubitum og skil aldrei af hverju ég á ekki bara alltaf slíka til því ég fer allt of oft í kexskúffuna eða einhverja vitleysu þegar ég veit vel það væri betra að borða annað,“ segir Berglind og glottir.

Hægt er að fylgjast með blogginu hennar Berglindar á síðunni hennar Gotterí og gersemar.

Haframolar með hörfræjum

16-18 stykki

100 g Til hamingju haframjöl

120 g hnetusmjör

60 g saxað dökkt súkkulaði

70 g akasíuhunang

20 g hörfræ

Byrjið á því að setja hörfræin í blandara eða matvinnsluvél svo úr verði nokkurs konar hörfræsduft, allt í lagi samt þó sum fræin séu heil. Gott að setja örlítið meira en 20 g í blandarann og vigta síðan „duftið“ þegar þar að kemur. Setjið síðan allt saman í skál og hnoðið saman með höndunum. Hnetusmjör er misþykkt svo kannski gætuð þið þurft að setja aðeins meira hunang ef blandan er of þurr eða aðeins meira af hörfræsdufti ef hún er of blaut. Blandan á að vera frekar stíf í sér en samt þannig að hægt sé að móta úr henni kúlur. Rúllið 16-18 kúlur úr blöndunni, plastið og kælið í um 30 mínútur áður en þeirra er notið. Gott er síðan að geyma kúlurnar í frysti eða kæli í lokuðum umbúðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa