Nú hefur Gæðabakstur tekið þessa mögnuðu uppskrift upp á sína arma og hafið framleiðslu á Focaccia sem verður til sölu í verslunum í sumar. Hægt verður að fá annars vegar Focaccia með ólífum og hins vegar með sjávarsalti og rósmarín.

Focaccia er svokallað flatbrauð með gullbrúna dældaða skorpu. Það er til í ýmsum formum og gerðum; allt frá klassísku Focaccia sem á rætur að rekja til Genúa og kallast Fugassa, sem er um 2 sentimetra þykkt brauð, til þykkari gerða sem hægt er að nota sem samlokur eða fylla með grænmeti, osti eða hverju sem hugurinn girnist.

„Klassískt Focaccia er tilvalið til að dýfa í súpur, eða þá ólífuolíu og edik til að fá ekta Miðjarðarhafsbragð. Þú getur líka bætt við bragðmiklu áleggi eins og osti og ólífum, eða einhverju sætu eins og hunangi, sykri og sítrónuberki, allt eftir smekk,“ segir Gísli Þorsteinsson sölustjóri Gæðabaksturs.

Focaccia er sannarlega ljúffengt og fjölhæft brauð. Það er ólífuolían sem gefur Focaccia sitt einkennandi bragð. Grunnhráefnin eru þau sömu og í pizzu og flestum öðrum brauðum: hveiti, vatn, salt og örlítið af geri. Lykilhráefnið er ólífuolía, sem er notuð bæði í blöndunni sjálfri og til að hjúpa deigið þegar það er hnoðað og mótað. Sumar uppskriftir eru með ögn af hunangi eða malti til að gefa brauðinu sætan keim.

Deigið er fletjað á bökunarplötu og síðan er þrýst á það með fingurgómunum til að kreista út allar loftbólur. Þetta er það sem gefur Focaccia hina einkennandi dælduðu yfirborðsáferð. Að lokum er steinsalti stráð yfir brauðið og stundum er það skreytt með rósmarín.

Focaccia hefur haft áhrif á brauðgerð um allan heim

„Focaccia er upprunnið frá Norður-Ítalíu, þar sem talið er að það eigi sér 2.000 ára sögu. Nafnið er fengið frá latneska hugtakinu panis focacias, sem þýðir brauð úr arninum. Í Róm til forna hefði Focaccia verið bakað yfir kolum,“ segir Gísli.

Í dag er Focaccia helst tengt við Genúa, höfuðborg Liguria-héraðs í norðvesturhluta Ítalíu, en þetta klassíska brauð hefur haft áhrif á brauðgerð um allan heim og má því í sambandi nefna hið franska Fugasse og hið spænska pan de hogaza ásamt ýmsum öðrum brauðum víðs vegar um heiminn.

„Það sem góð Focaccia-brauð eiga sammerkt eru raki, nóg af loftgötum svo að brauðið drekki auðveldlega í sig vökva, stökk, gyllt skorpa með handgerðum dældum og ljúffengur keimur af ólífuolíu og salti,“ segir Gísli ennfremur.