fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Matur

Vissir þú að lárperur geta verið hættulegar?

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 23. maí 2022 09:10

Það borgar sig að fara varlega þegar lágperan er skorin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Lárperur eru bæði hollar og góðar eins og Albert Eiríksson matarbloggari og sælkeri nefnir réttilega í grein sinni sem hann birti á heimasíðu sinni Albert eldar. Honum sjálfum finnst ágætt að kaupa harðar lárperur og nota þær svo eftir því sem þær þroskast. Lárperur eru án efa mjög vinsælar á flestum heimilum í dag og þykja góðar til margs konar matreiðslu, sérstaklega ofan á súrdeigsbrauð eða hrökkbrauð, í salöt svo dæmi séu tekin. Það þarf að beita ákveðni knúst þegar lárperan er tekin til notkunar eins og Albert fer yfir.

Albert segir orðrétt: „Það er ekki vandalaust að taka steininn úr lárperu. Samkvæmt fréttum eru slys við það nokkuð algeng. Í Bretlandi vilja læknar vara við hættunni sem fylgir því að taka steininn úr með miðum á umbúðunum. Algengasta aðferðin er að skera lárperuna í tvennt, inn að steini, og snúa hana síðan í sundur. Eftir það er helmingurinn sem steinninn er í lagður í lófann og beittum hnífi hoggið þéttingsfast í steinninn þannig að hann sitji fastur. Eftir það er auðvelt að losa steininn.“

Albert mælir með og bendir á að það eru til sérstakir lárperuhnífar og myndbönd á netinu sem sýna hvernig gott er að bera sig að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“