fbpx
Miðvikudagur 08.febrúar 2023
HelgarmatseðillMatur

Seiðandi Eurovision partí helgarmatseðillinn hennar Unu sem mun slá í gegn

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 13. maí 2022 19:31

Una Dögg býður upp á seiðandi og trylltan Eurovision helgarmatseðil þar sem partíréttirnir eru málið. MYNDIR/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðurinn af þessum tryllta partí helgarmatseðli i á Una Dögg Guðmundsdóttir matarbloggari og sælkeri með meiru. Una veit fátt skemmtilegra en að bjóða góðum vinum heim í sælkeraveislur. Í tilefni Eurovision ætlar hún að bjóða upp á tryllta partírétti sem allir hafa slegið í gegn hjá henni. Þeir eru allir seiðandi á sinn hátt og svo fullkomnir í partí þar sem setið er fyrir framan skjáinn.

Bráðinn ostur, syndsamlega sósur, sætar döðlur með beikoni og seiðandi ostakúla leika aðalhlutverkið í þessum dásamlega Eurovision partí helgarmatseðli. Svo eru þetta allt réttir sem tekur stutta stund að framreiða og hráefnalistinn einfaldur. Nú er bara að setja sig í stellingar og útbúa partí kræsingar fyrir Eurovision og kosningagleðina. Þetta verður svo sannarlega helgina þar sem stórum hluta verður eydd fyrir framan skjáinn með sælkerakræsingar við hönd.

„Hér er á ferðinni ekta partíréttur sem slær alltaf í gegn heima,“segir Una.

Mexíkanskur kjúklingaréttur

4-5 kjúklingabringur

1 dós/1 krukka ostasósa

1 dós/1 krukka salsasósa

170 g Doritos snakk (veljið ykkar uppáhalds bragðtegund)

100 g rifinn ostur

1 dós sýrður rjómi

Aðferð:

 1. Byrjið á að skera niður kjúklingabringurnar í bita og steikið upp úr olíu á pönnu og kryddið.
 2. Blandið mexíkóskri ostasósu og salsasósu saman í potti við vægan hita.
 3. Leggið helminginn af sósublöndunni í botninn á eldföstu formi, setjið kjúklingabitana ofan á og brjótið niður snakk yfir, endurtakið tvisvar sinnum.
 4. Stráið rifnum osti yfir ásamt því að setja nokkrar klípur af sýrðum rjóma aðeins yfir réttinn.
 5. Eldið í ofni í um 25–30 mínútur á 180°C gráðum.
 6. Berið fram með góðu salati og sýrðum rjóma til hliðar.

„Þessar eru æðislegar í veisluna, einfaldar í framkvæmd og smakkast alltaf vel.“

Beikonvafðar döðlur í ofni

40 stk. döðlur

20 stk. beikon sneiðar

Aðferð:

 1. Hitið ofninn við 180°C gráður.
 2. Skerið hverja beikon sneið í tvennt eða þrennt, fer aðeins eftir stærð.
 3. Ef þið notið döðlur með steini í miðjunni, byrjið þá á að hreinsa steininn snyrtilega úr.
 4. Rúllið döðlunni inn í beikon sneið og stingið tannstögli í gegn til þess að þetta haldist saman.
 5. Raðið í ofnskúffu eða eldfast form og bakið í ofni í um 15-20 mínútur eða þar til beikonið er orðið stökkt.

„Krakkarnir elska þessar.“

Innbakaðar partí pylsur

Pylsur ( kokteilpylsur)

Pitsadeig

tómatsósa

Sinnep

pinnar/ tannstönglar

Aðferð:

 1. Mér finnst best að nota kokteil pylsur ( þessar litlu) en ef venjulegar pylsur eru notaðar má skera hverja pylsu í tvennt ea þrennt
 2. Takið pizzadeig og skerið það niður í ræmur og vefjið smá deigi utan um hvern pylsubita, stingi pinna í gegn til þess að það haldist betur saman
 3. Setjið bitana á bökunarpappír í ofnskúffu og bakið í 15-20 mínútur í ofni við 180°Cn gráður
 4. Berið fram á bakka með tómatsósu og sinnepi eða sósu að eigin vali.

 

Það klikkar ekki að bera fram góð heita ,,eðlu,, í partýinu um helgina.

Júró eðlan

1 bakki nautahakk

1 sýrður rjómi

1 krukka taco sósa, ég nota medium taco-sósu

1 rjómaostur, ég nota annaðhvort hreinan eða með pipar

1 bréf taco-krydd

1 bréf rifinn cheddar ostur

2 tómatar

½ vorlaukur

svartar ólífur, skornar í litlar sneiðar

Aðferð:

 1. Steikið nautahakkið, kryddið eftir smekk með salti og pipar. Bætið taco sósunni við.
 2. Setjið rjómaostinn, sýrða rjómann og taco-kryddið saman í stóra skál og hrærið saman.
 3. Smyrjið blöndunni í botninn á eldföstu móti og gerið svona lasagna-lög, setjið kjöt yfir, svo aftur rjómaostablönduna og svo aftur kjöt yfir.
 4. Dreifið að lokum cheddar ostinum yfir, skreytið með ólífum og söxuðum tómötum og vorlauk.
 5. Setjið inn í 180°C gráðu heita ofn og hafið í ofninum þar til osturinn er bráðinn.
 6. Berið fram með nachos flögum.

„Einstaklega einfalt en alltaf huggulegt að bera þetta fram á pinnum, ekki skemmir litadýrðin fyrir.“

Mozzarella spjót

Mozzarella kúlur

Litlir tómatar

Basilíka

Balsami

Aðferð:

 1. Þræðið eina mozzarella kúlu, einn tómar og lauf af basilíku á pinna.
 2. Raðið á bakka og skvettið smá balsami yfir.

Ostakúla

400 g rjómaostur

1 lítill rauðlaukur

1 rauð paprika

1 poki hnetur

 

Aðferð:

 1. Takið rjómaost úr ísskáp og hafið við stofuhita.
 2. Saxið rauðlauk og papriku smátt. Blandið þessu saman í skál.
 3. Myndið kúlu með höndum, mér finnst best að fara í hanska á meðan ég geri kúluna.
 4. Setjið filmu yfir og geymið í kæli í um 3 klukkustundir áður en haldið er áfram.
 5. Saxið hnetur og veltið svo kúlunni upp úr hnetumylsnunni.

Gleðilega Eurovision helgi!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Norðurlöndin komu, sáu og sigruðu á Bocuse d’Or

Norðurlöndin komu, sáu og sigruðu á Bocuse d’Or
Matur
Fyrir 2 vikum

Þessi kaldi kaffigrautur er algjör negla

Þessi kaldi kaffigrautur er algjör negla
Matur
Fyrir 3 vikum

Sósan sem gerði allt vitlaust – Ómótstæðileg kóríandersósa sem tryllir bragðlaukana og verður ómissandi

Sósan sem gerði allt vitlaust – Ómótstæðileg kóríandersósa sem tryllir bragðlaukana og verður ómissandi
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 3 vikum

Anna Sigga býður upp á helgarmatseðilinn sem er hinn ævintýralegasti fyrir bragðlaukana

Anna Sigga býður upp á helgarmatseðilinn sem er hinn ævintýralegasti fyrir bragðlaukana
Matur
23.12.2022

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
FókusMatur
21.12.2022

Trölli stal jólatrénu en ekki jólunum í Bónus

Trölli stal jólatrénu en ekki jólunum í Bónus