fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026
Matur

Lemon míní opnar á þremur þjónustustöðvum Olís

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 10. desember 2022 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur fjölgað hratt í hópi þeirra þjónustustöðva Olís sem bjóða upp á Lemon sem hluta af sínu vöruvali. Lemon rekur nú þegar hefðbundna staði í Norðlingaholti og í Gullinbrú og viðtökur þar hafa verið vonum framar.Á undanförnum vikum hafa þjónustustöðvar Olís í Borgarnesi, á Akranesi og nú síðast á Selfossi bæst í hópinn. Á þessum staðsetningum er boðið upp á Lemon míní þar sem fjórar vinsælustu tegundirnar af djúsum og samlokum Lemon eru á boðstólum. Á Selfossi og Akranesi er einnig hægt að fá veitingar afgreiddar í lúgu, bæði Lemon míní og Grill 66. Lemon míní er skemmtileg viðbót við Grill 66 matseðilinn og fjölgar þeim hollu valkostum sem í boði eru. Það má því segja að allir geta fengið eitthvað við sitt hæfi með viðkomu á Olís.

,,Lemon míní er aðeins minni útgáfa af Lemon eins og nafnið gefur til kynna. Á Lemon míní er hægt að fá fjórar tegundir af samlokum og fjórar tegundir af djúsum. Um er að ræða „best of the best“ hjá Lemon. Við hjá Lemon leggjum áherslu á að mæta ólíkum þörfum viðskiptavina okkar með sælkerasamlokum og hollum djúsum. Við erum mjög spennt fyr­ir míní stöðunum okkar hjá Olís. Við telj­um að viðskipta­vin­ir fagni því að geta gripið með sér holl­ar og bragðgóðar sam­lok­ur og sól­skin í glasi inn í fjöl­breytt verk­efni dags­ins,“ segir Gurrý Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon.

,,Við hjá Olís kappkostum að bjóða viðskiptavinum okkar upp á fjölbreytta þjónustu og veitingar á þjónustustöðvum okkar. Samhliða því að endurnýja allar þjónustustöðvar okkar erum við að opna Lemon míní veitingastaði á völdum stöðvum um land allt. Þannig geta viðskiptavinir valið um ferska safa og samlokur frá Lemon míni eða gómsæta hamborgara frá Grill 66. Við höfum fengið feikilega góðar viðtökur á nýju Lemon stöðvunum og bjóðum alla velkomna í heimsókn til okkar,“ segir Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs Olís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
16.07.2025

Götubitahátíðin er stærsti matarviðburður á Íslandi

Götubitahátíðin er stærsti matarviðburður á Íslandi
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
23.01.2025

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók