fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Matur

Solla Eiríks og Lára blésu til útgáfuhófs í Betri stofunni

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 19. nóvember 2022 16:00

Lára. G. Sigurðardóttir læknir og matgæðingurinn Solla Eirks blésu til útgáfuhófs í Betri stofunni í Hafnarfirði og fögnuðu útgáfu bókarinnar Húðbókin. DV/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matgæðingurinn og heilsugúrúinn Solla Eiríks og læknirinn Lára. G. Sigurðardóttir blésu til útgáfuhófs í Betri stofunni í Firði í Hafnarfirði í tilefni útgáfu fyrstu bókarinnar sem þær gefa út saman. Bókin ber yfirskriftina Húðbókin þar sem þær stöllur leiða saman krafta sína.

Húðbókin er fyrsta bókin Solla Eiríks og Lára skrifa saman. Bókin hefur að geyma allt það sem þarf til að viðhalda heilbrigði og ljóma húðarinnar. Margt var um manninn og voru bækurnar uppseldar áður en hófinu lauk.

Húðbókin inniheldur viðamikinn fróðleik um húðina og uppskriftir til að sjá húðinni fyrir þeim næringarefnum sem hún þarf til endurnýjunar. Þar að auki er hún fallega myndskreytt. Það er Hildur Ársælsdóttir, dóttir Sollu, sem tekur ljósmyndirnar í bókinni.

Gestir fengu að smakka rétti úr bókinni sem Solla töfraði fram og Lára útbjó silkimjúkt krem sem gestir fengu prufu af. Kremið mýkir meðal annars þurrarhúð á höndum og fótum en uppskrift að því er einnig að finna í bókinni

Bókin er búin að vera á fjórða ár í vinnslu og eru höfundarnir alsælir með útkomuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“