fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Matur

Halla Björg setur vinsælan ítalskan rétt í ketó búning

DV Matur
Þriðjudaginn 31. maí 2022 17:00

Halla Björg. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Björg Björnsdóttir heldur úti vinsælli Instagram-síðu þar sem hún deilir einföldum og ljúffengum ketó uppskriftum.

„Veitingarhúsið Ítalía er stofnun í Reykjavík og réttur 13 er minn uppáhalds á matseðlinum og eflaust annarra,“ segir Halla Björg og deilir hennar útgáfu af réttinum.

Skjáskot/Instagram

Hráefni:

Ein askja af sveppum sneiddir

25 grömm smjör

2-3 hvítlauksgeirar

¼ peli rjómi

1 teningur sveppakraftur

Eitt bréf skinka skorin langsum

Salt og pipar

Einn kúrbítur krullaður

Aðferð:

Mýkja sveppi og hvítlauk (nota hvítlaukspressu) í smjörinu, mylja kraftinn út í og skinkunni síðan bætt saman við. Smá salt og pipar.

Þá er það rjóminn og þetta hitað saman.

Kúrbíturinn krullaður í skál og sósunni hellt heitri yfir.

Þetta er þá tilbúið og má bera fram með parmesan og svörtum pipar.

Tilvalinn sumarréttur sem bráðnar í munni.

Fylgstu með Höllu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar