fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Matur

Ketóhornið – „Pizza Hut“ brauðstangir sem bráðna í munni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 28. júní 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Björg Björnsdóttir sér um Ketóhornið á DV.

„Ég er oft beðin um að deila þessari uppskrift en hún hefur algjörlega slegið í gegn,“ segir Halla Björg og deilir uppskrift að „Pizza Hut“ brauðstöngum sem eru að sjálfsögðu ketó.

„Mig hefur lengi langað að mastera þessa snilld en þegar við vinkonunarnar @golga_photographer voru ungar og fátækar lifðum við á brauðstöngunum frá Pizza Hut sælla minninga. Trixið er að ná þeim djúsí og mjúkum að innan og stökkum að utan, og svo er parmesanosturinn ómissandi að sjálfsögðu.“

Uppskrift

Bræða saman:

1 ½ bolla rifinn ost

60 gr rjómaost

30 sekúndur í senn í örbylgjuofni og hræra á milli þar til allt kemur saman.

Hræra svo saman við það:

1 bolli möndlumjöl

1/3 bolli parmesan ostur

2 msk kókoshveiti

1 ½ msk lyftiduft

2 egg

Aðferð

  1. Baka á 180 gráðum í 20 mín.
  2. Ég nota 25 cm vel smurt smelluform.
  3. Síðan pensla ég brauðið dugleg með hvítlauksolíu og krydda með hvítlauks- og laukdufti, oregano, grófu sjávarsalti og kaffæri þeim í parmesan.
  4. Sker brauðið svo eftir miðjunni og þversum í hæfilega stórar brauðstangir.
  5. Brauðstöngunum dýfi ég svo í einhverja góða pizzasósu en ég fann eina ágæta í Bónus sem inniheldur 5.5 gr kolvetni.

Þetta er nýjasta uppáhaldið mitt. Geymist ágætlega í ísskáp og er gott að hita örlítið upp.

Njótið!

Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar