fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Matur

Eldaðu máltíð fyrir 2 undir 1000 krónur – Spaghetti carbonara sem klikkar ekki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 18. maí 2021 17:00

Áslaug Harðardóttir. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Björg Harðardóttir gaf á dögunum út matreiðslubók. Sérstaða matreiðslubókarinnar er sú að hver máltíð kostar undir þúsund krónur. Í bókinni eru fjölbreyttar uppskriftir af góðum mat sem er eldaður úr gæða hráefnum. Það eru engar unnar kjötvörur í uppskriftunum og allt grænmeti og ávextir er ferskt.

Í bókinni gefur Áslaug Björg einnig góð ráð til að spara og minnka sóun. Í stuttu máli er þetta nett bók um ódýran mat sem er auðvelt og fljótlegt að elda.

Áslaug hefur áralanga reynslu af matreiðslu og hefur unnið á veitingastöðum og veiðihúsum. Áslaug er einnig reyndur sölumaður eftir að hafa rekið heildsölu um áratugaskeið.

Hún deilir hér einni uppskrift úr bókinni.

Mynd úr bókinni.

Spaghetti carbonara

Hráefni

1 pakki ferskt spaghetti

120 gr beikon

100 gr ostur

40 gr parmesanostur

2 egg

Tvær brauðsneiðar

Aðferð

  1. Hitið pönnu, skerið beikonið í ræmur og steikið þangað til þær eru gullnar
  2. Grófrífið ostinn, sjóðið spagettíið í tvær mínútur og setjið 1 msk. smjör og svartan pipar út í og hrærið
  3. Skiptið spagettíinu í skálar, raðið beikoninu ofan á og síðan ostinum
  4. Að lokum eru eggin tekið og rauðan skilin frá hvítunni, rauðan er sett í skurninni í miðjan rettinn
  5. Fólk hellir rauðunni yfir réttinn áður en það byrjar að borða
  6. Gott er að hafa grillað ostabrauð eða hvítlauksbrauð með
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
23.05.2021

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“

Bubblurnar sem mælt er með – „Þetta er eins nálægt kampavíni og þú kemst, án þess að kaupa kampavín.“
Matur
22.05.2021

Uppljóstrar leyndarmál um Bic Mac borgarana – „Ég verð rekin fyrir þetta“

Uppljóstrar leyndarmál um Bic Mac borgarana – „Ég verð rekin fyrir þetta“
Matur
27.04.2021

Eldaðu eins og Matarmenn – Ótrúlega einfaldur og góður kjúklingaréttur

Eldaðu eins og Matarmenn – Ótrúlega einfaldur og góður kjúklingaréttur
Matur
25.04.2021

„Máltíð sem er elduð með þessum hætti getur ekki verið neitt annað en hreinn unaður“

„Máltíð sem er elduð með þessum hætti getur ekki verið neitt annað en hreinn unaður“
Matur
20.04.2021

Tryllt ostapasta sem er fullkomið í nesti daginn eftir

Tryllt ostapasta sem er fullkomið í nesti daginn eftir
Matur
18.04.2021

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“
Matur
05.04.2021

Ketó jógúrt boost fyrir alla fjölskylduna – fullkomið um helgar

Ketó jógúrt boost fyrir alla fjölskylduna – fullkomið um helgar
Matur
03.04.2021

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi