fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 22:30

Saga Sigurðardóttir leikkona. Mynd: Skjáskot Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn, listakonan og leikstjórinn Saga Sigurðardóttir hefur næmt auga fyrir fegurð lífsins hvort sem það er góður kaffibolli eða málverk. Hún deilir hér með lesendum DV sínum fimm uppáhalds veitinga- og kaffihúsum.

1. Mikki Refur – Hverfisgötu
„Besta kaffið í Reykjavík, geggjaðar samlokur og náttúruvin – og ekki spillir fyrir að uppáhalds búðirnar mínar raðast í kring. Norr11, Húrra, Stefánsbúð og Hildur Yeoman.“

2. Kaffi Vest – Melhaga
„Langafi minn var bóndi í Vesturbæ áður en þar varð byggð og hlaðan hans stendur meira segja enn á Tómasarhaganum svo að ég er „orginal“ vesturbæingur. Kaffi Vest er mitt hverfiskaffihús og ég elska að koma þar við og ná mér í kaffi.“

3. Systrasamlagið – Öldugötu
„Allt gott og fallegt þar og ég kem alltaf endurnærð þaðan. Ég mæli með cermonial kakói og túrmerik skoti.“

4. The Coocoos’s Nest  – Grandagarði 
„Ég er mjöööög mikill Coocoo’s / Lúnu Flórens fan og ekkert betra en vegans bröns um helgar og kökusneið frá Bauninni í eftirrétt. Það er svo góður andi hjá þeim og allt svo fallegt. Grandinn er líka í uppáhaldi fallegar búðir í kring svo gaman að rölta þangað.“

5. Te og Kaffi – Borgartúni
„Hversdags kaffið mitt kaupi ég í Borgartúninu í Te og Kaffi. Það er svo geggjuð þjónusta þar.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“