fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Matur

Páska Brownie fyrir sælkera

Una í eldhúsinu
Föstudaginn 2. apríl 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er tilvalið að bjóða þínum nánustu í páskabröns og njóta þess að eiga góð stund saman. Ekki er verra að grípa í spil, fela marglit páskaegg í garðinum eða búa til heimagert bingó eftir matinn.

Páska Brownie

250 g smjör
3,5 dl sykur
2 dl kakó
4 tsk. vanillusykur
4 egg
3 dl hveiti
1 poki lítil páskaegg til skreytingar

Aðferð:

Stillið ofninn á 180 gráður við undir- og yfirhita.

Smjörið er brætt í potti og látið kólna aftur þar til það er fingurvolgt.

Sykri, kakó, vanillusykri og eggjum er bætt út í pottinn og hrært saman við smjörið.

Loks er hveiti sigtað saman við og hrært vel í blöndunni.

Smyrjið form og hellið deiginu í. Bakað við 180 gráður í um það bil 18 mínútur.

Takið þá formið út og stingið nokkrum litlum súkkulaðieggjum ofan í yfirborð kökunnar og bakið í aðrar 2-4 mínútur.

Kakan á að vera dálítið blaut þegar hún er tekin út og er látin kólna í forminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“