fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Matur

„Þessi tófú-réttur slær alltaf í gegn, meira að segja hjá hörðustu kjötætum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 28. mars 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnu-Sævar hefur í mörg ár barist ötullega fyrir bættri vitund landsmanna um loftslagsvána. Ástríða hans fyrir umhverfismálum hefur afgerandi áhrif á mataræði hans og lýsir hann sjálfum sér sem vistkera. Hann deildi nýlega með okkur hvað hann borðar á venjulegum degi.

Sjá einnig: Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi

Hér deilir hann uppskrift að gómsætu klístruðu tófú.

„Þessi tófú-réttur slær alltaf í gegn, meira að segja hjá hörðustu kjötætum,“ segir Sævar.

Hráefni

  • 400 g tófu
  • 2-3 msk. maizenamjöl
  • Olía til steikingar
  • 2 bollar hrísgrjón

Sósa

  • Olía til steikingar
  • 5 msk. smjör
  • 6 skallotlaukar, smátt saxaðir
  • 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
  • 1,5 msk. ferskt engifer
  • 10 msk. sojasósa
  • 2 msk. sykur
  • 2 msk. svartur pipar
  • Rauður chilipipar, smátt skorinn
  • 6 vorlaukar, smátt skornir

Toppur

  • 1 búnt kóríander, saxað smátt
  • 1 rauður chilipipar, smátt skorinn
  • 4 msk. ristaðar kasjúhnetur eða möndlur
  • 2 vorlaukar, smátt skornir
  • 1 límóna skorin í báta

Aðferð

Pressið tófúið og þerrið, skerið í teninga. Þekið með maizenamjöli. Hitið olíu á miðlungsháum hita og steikið tófu þar til það er orðið gyllt á öllum hliðum. Setjið til hliðar.

Skolið tvo bolla af hrísgrjónum undir köldu vatni til að losna við sterkjuna. Sjóðið svo þar til grjónin eru orðin mjúk.

Setjið olíu á pönnuna ásamt 4 msk. af smjöri. Mýkið skallotlaukinn, hvítlauk og engifer við miðlungshita. Bætið þá við svörtum pipar og sykri og hrærið þar til sykurinn hefur bráðnað. Setjið þá 10 msk. af sojasósu út í. Bætið við chilipipar og vorlauk og steikið í stutta stund. Bætið þá tófúinu saman við svo allir bitarnir verði þaktir. Setjið loks 1 msk. af smjöri út í.

Setjið hrísgrjónin á fat og tófúið ofan á. Toppið með ferskum smátt skornum vorlauk, kóríander, kasjúhnetum, chilipipar og kreistið límónusafa yfir (mjög mikilvægt til að fá sýru við sætuna og saltið).

Njótið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
16.06.2025

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með
Matur
15.06.2025

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“