fbpx
Föstudagur 23.apríl 2021
Matur

Huggulegt heimastefnumót – Hægelduð nautalund með sveppasósu

Una í eldhúsinu
Föstudaginn 19. mars 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt sem er meiri helgarmatur en alvöru hægelduð nautalund með gómsætri sveppasósu. Með þessu leggur Una til að hafa steikt rótargrænmeti. Fullkomin máltíð!

Hægelduð nautalund

Fyrir 4-5 manns
1 kg nautalund
3-4 msk. smjör
2 msk. ólífuolía
1 msk. rósmarín, ferskt

Gróft salt og svartur pipar. Gott að vefja lundinni inn í plastfilmu í smá tíma ef tími gefst.

Byrjið á að útbúa marineringu, setjið saman í skál pipar, rósmarín og ólífuolíu og blandið vel saman. Smyrjið lundina vel upp úr marineringunni og pakkið lundinni inn í plastfilmu, gott að vefja lundinni inn í þrefalt plast og látið bíða í um 4-5 klukkustundir. Fjarlægið plastfilmuna og steikið lundina á pönnu í um það bil 30-40 sekúndur hverja hlið, lokið kjötinu vel áður en það er sett í ofninn.

Bakið lundina í ofni við 170 gráðu hita, mér finnst mikilvægt að hafa kjöthitamæli til að mæla kjarnhita lundarinnar en hann á að ná um 53-54 gráðum. Þá er lundin tekin út úr ofninum og smá salti stráð yfir hana og ég set gjarnan smá smjörklípu yfir hana líka. Leyfið lundinni að jafna sig í um 10-15 mínútur áður en hún er borin fram.

Verði ykkur að góðu.

Sveppasósa

1 stk. villisveppaostur
100 g portobelloveppir (má sleppa)
½ grænmetisteningur
250 g matreiðslurjómi
Salt og pipar að vild

Byrjið á að skera niður sveppina.Bræðið saman í potti villisveppaostinn ásamt rjóm-anum, passið að hafa vægan hita og hræra vel í blöndunni allan tímann svo að hún brenni ekki við.
Bætið sveppunum saman við ásamt grænmetisteningi.

Saltið og piprið að vild.

Leyfið sósunni að hitna vel og malla í góða stund, svo að hún verði bragðmikil og sveppirnir mjúkir og góðir.

Steikt rótargrænmeti

Gulrætur
Rauðrófur
Rófur
Kartöflur
Hvítlaukssmjör
Salt og pipar
Ferskt timían

Blandið saman ykkar uppáhalds grænmeti í eldfast form, ég setti hér gulrætur, rauðrófur, rófur og kartöflur og skar allt saman langsum, velti þessu upp úr hvítlaukssmjöri og kryddaði með salti, pipar og fersku timían.

Bakað í ofni við 180 gráður í um 40 mínútur. Þegar grænmetið á um 10 mínútur eftir er extra gott að taka það út úr ofninum og strá smá smjörklípu yfir og setja aftur inn, það verður einstaklega bragðgott og mjúkt í sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jessie Lingard opnar sig
Matur
Fyrir 2 vikum

Amerískar pönnukökur sem klikka ekki

Amerískar pönnukökur sem klikka ekki
Matur
Fyrir 2 vikum

Páskaleg kjúklingabaka sem slær í gegn í saumaklúbbum

Páskaleg kjúklingabaka sem slær í gegn í saumaklúbbum
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi

Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi
Matur
21.03.2021

Fylltar paprikur að hætti Kristínar Björgvins

Fylltar paprikur að hætti Kristínar Björgvins
Matur
06.03.2021

Þetta borðar Guðbjörg Finns á venjulegum degi – „Mataræðið má ekki vera of flókið“

Þetta borðar Guðbjörg Finns á venjulegum degi – „Mataræðið má ekki vera of flókið“
Matur
03.03.2021

Kjúklingaréttur á korteri að hætti Berglindar

Kjúklingaréttur á korteri að hætti Berglindar
Matur
27.02.2021

Fullkomin fermingarterta er minna mál en þig grunar – uppskrift

Fullkomin fermingarterta er minna mál en þig grunar – uppskrift
Matur
27.02.2021

Sniðugar skreytingar fyrir fermingarveislur

Sniðugar skreytingar fyrir fermingarveislur