fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Ketó pítsa að hætti Ásdísar Ránar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 17:30

Ásdís Rán.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir segir mataræðið skipta öllu máli og setur allan unninn mat á bannlista, en leyfir sér þó um helgar. Hún er mikill sælkeri og elskar góð vín og framandi hreinan mat. Hún deildi nýverið með okkur hvað hún borðar á venjulegum degi. Hér deilir hún uppskrift að ketó pítsu.

Sjá einnig: Þetta borðar Ásdís Rán á venjulegum degi

„Mér finnst gaman að gera ketó pítsu fyrir okkur um helgar því ég er ekki hrifin af því að gefa neinum á mínu heimili hveiti, svo ég geri gómsætar ketó pitsur sem eru mjög auðveldar þegar þú nærð tökum á aðferðinni,“ segir Ásdís Rán.

Aðsend mynd.

Meðalpítsa – tvöföld uppskrift fyrir stóra pítsu

  • 100 g rifinn mozarella-ostur
  • 1 góð matskeið rjómaostur
  • 1 egg
  • 50 g möndlumjöl
  • Dass af lyftidufti, oregano, salti, blönduðu kryddi að vild og hvítlauksdufti.
  1. Osturinn er settur í örbylgjuofn í eina mínútu, tekið út og blandað vel svo aftur inn í 30-60 sekúndur.
  2. Blandaðu möndluduftinu, egginu og kryddinu saman, og bættu því svo við bráðnaða ostinn.
  3. Þegar deigið er tilbúið þá getur það verið slímugt, þá er sniðugt að setja það á smjörpappír og fletja það út með öðrum smjörpappír yfir deigið, og slétt út með handafli í hring eða eftir smekk.
  4. Síðan er það sett í sirka 10-15 mínútur í ofn á 200 gráður, þar til það verður smá gullið.
  5. Á meðan er gott að gera ketó álegg fyrir pítsuna: skinka, ostur, sósa, pepperóní, chilli, nautahakk, grænmeti, ostur eða annað kolvetnalaust meðlæti.
  6. Sósa getur verið rjómaostur með hvítlauk, kolvetnalaus pítsasósa eða grísk jógúrt.
  7. Álegginu skellt á pítsuna ásamt rifnum mozarella, kryddað að vild og pítsan sett aftur inn í 10-15 mínútur og grilluð þar til stökk. Málið dautt og krakkarnir ánægðir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“