fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Matur

Forstjóri grípur til varna á Matartips eftir að hraunað er yfir fyrirtækið hans – „Svona gerir Krónan ekki“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 11:30

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eitthvað bogið við þetta.“ sagði viðskiptavinur matvöruverslunarinnar Krónunnar í Facebook-hópnum Matartips um mynd sem hann deildi einnig í hópnum.

Á myndinni má sjá innpakkaða tomahawk-nautasteik sem hefur á sér tvo verðmiða. Á öðrum þeirra sendur var 3.412 krónur, en á hinum stendur „Síðasti séns! Verð nú: 4.449 kr. Ferskvara útrunnin. Verð áður: 6.356 kr.“ Líkt og glöggir lesendur taka eftir þá er talsverður mismunur á verðinu. Hringbraut greindi fyrst frá.

Færslan vakti mikla athygli, en ansi margir tjáðu sig um málið í ummælum fyrir neðan fréttina. „Það er engu líkara en að það hafi verið bílasali að verðmerkja.“ sagði einn netverji, og annar sagði „Eitthvað „IKEA“ scam í gangi kannski?“ og vísaði þar í hið svokallaða stóra IKEA mál.

Þá komu nokkrir Krónunni til varnar. Sumir vildu meina að ekki væri við hæfi að birta svona á Facebook-hóp, heldur ætti viðkomandi að láta starfsfólk verslunarinnar vita. Einn starfsmaður Krónunnar sagði til að mynda: „Afhverju þarf alltaf pósta hér? Sem starfsmaður í Krónunni mæli ég frekar með þú mætir í þá búð sem þú keyptir ef þér finnst þetta eitthvað bogið og þetta verður lagað hiklaust.“

Mesta athygli vakti þó þegar Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi – móðurfélags Krónunnar, lét til sín taka í þræðinum. Verður að teljast líklegt að Eggert sé fyrsti forstjóri skráðs fyrirtækis sem svarar þræði á Matartips tengdum málefni fyrirtækis hans. „Það hefur einhver grínisti fært miða á milli – svona gerir Krónan ekki,“ sagði Eggert ákveðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum