fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Matur

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu

Una í eldhúsinu
Laugardaginn 10. apríl 2021 11:30

Gómsætur kjúklingaréttur. Mynd/Una

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þennan kjúklingarétt ákvað ég að elda um daginn og hitti hann svo sannarlega beint í mark hjá gestunum. Úrbeinuð kjúklingalæri með góðri sósu, steiktu grænmeti og hrísgrjónum til hliðar. Virkilega þægilegt að skella í þennan rétt, ekki of mörg hráefni og einfalt að framkvæma hann.

 

Uppskrift fyrir fjóra:

800 g úrbeinuð kjúklingalæri
Salt og pipar
Kjúklingakrydd
Smjör til steikingar
200 g kotasæla
200 g rjómaostur með grillaðri papriku og chilipipar
100 g rjómi
2 hvítlauksgeirar
150 g sveppir
200 g brokkolí
Rifinn ostur
Fersk steinselja

Byrjið á að rífa hvítlauk niður smátt, skerið sveppina og brokkolí og steikið upp úr smjöri á pönnu, passið að ofsteikja ekki blönduna hún eftir að fara inn í ofn þar sem að hún eldast aðeins meira.

Setjið úrbeinuð kjúklingalæri í eldfast form og kryddið vel með salti, pipar, og smá kjúklingakrydd finnst mér gera bragðið enn betra. Setjið smá matarolíu í botninn á forminu og eins aðeins yfir kjúklingabitana, setjið svo kjúklinginn inn í ofn við 200 gráður í um 30 mínútur.

Blandið saman kotasælu, rjómaosti og rjóma í potti við vægan hita og blandið vel saman. Slökkvið undir hitanum og látið aðeins bíða.

Takið kjúklinginn út úr ofninum, dreifið sveppa/brokkolí-blöndunni yfir kjúklinginn ásamt rjómaostasósunni. Stráið smá rifnum osti yfir og setjið aftur inn í ofn í um 15 mínútur.

Berið fram með því að klippa niður smá ferska steinselju yfir réttinn ásamt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 4 vikum

Frönsk möndlukaka í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka á vel við

Frönsk möndlukaka í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka á vel við
Matur
12.07.2022

Þjóðþekktir matgæðingar grilluðu kótelettur

Þjóðþekktir matgæðingar grilluðu kótelettur
Matur
06.06.2022

Elísabet drottning drekkur glas af Bollinger kampavíni á hverju kvöldi

Elísabet drottning drekkur glas af Bollinger kampavíni á hverju kvöldi
Matur
05.06.2022

Vantar þig töfralausn við þrifin á óhreinni pönnu og eldavél?

Vantar þig töfralausn við þrifin á óhreinni pönnu og eldavél?