fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Matur

Þetta borðar Guðbjörg Finns á venjulegum degi – „Mataræðið má ekki vera of flókið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 6. mars 2021 17:10

Guðbjörg Sigríður Finnsdóttir og Gosi. Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Finns rekur G fit heilsurækt og er sjálf í hörkuformi. Hún hugar vel að mataræðinu og telur það skipta miklu máli til að ná árangri. Matarvenjur hennar eru einfaldar og leggur hún áherslu á að borða hreina fæðu.

Guðbjörg Sigríður Finnsdóttir íþróttakennari hreyfir sig nær allan daginn í gegnum kennslu sína í G Fit og í fjarþjálfun. „Fjarþjálfunartímar mínir krefjast þess að ég sýni æfingarnar vel og taki þátt allan tímann og það gefur mér hörkuæfingu. Ég kenni líka í þrjá daga í HÍ og þar er góður hópur sem mætir í hádeginu. Ég þarf því að huga vel að mataræði mínu og reyni að fá góða hvíld á milli.“

Mikilvægt að huga að mataræðinu

Guðbjörg segir að það skipti miklu máli að huga að næringunni til að ná árangri. „Ég er á því að ef þú hreyfir þig reglulega þá fylgi allt annað hollt miklu auðveldara með. Þú ferð að hugsa betur um hvað þú borðar og svefninn verður betri. Mataræðið má ekki vera of flókið til að fylgja því eftir. Því til sönnunar eru alltaf að koma nýir matarkúrar eða aðferðir til að léttast, en flestir gefast upp á að fylgja fyrirmælum um boð og bönn. Það er ekkert spennandi að hlusta á að sú aðferð sem virkar best sé einföld: Borða sem mest hreinan mat, sneiða hjá sykri, velja holla fitu og borða nóg grænmeti. Svo er það skammtastærðin sem alltaf þarf að huga að, fer eftir því hvort þú vilt léttast eða þyngjast.“

Guðbjörg segist reyna að fylgja sem mest hreinu mataræði og fá rétt hlutföll af fitu, próteini og kolvetnum. „Enga orkudrykki á æfingu, vatnið er alltaf best,“ segir hún.

Mynd/Stefán

Byrjar daginn á ofurdrykk

„Ég byrja alla daga á því að fá mér eplaedik í vatnsglas, engifer- og túrmerikskot og rauðrófuduft frá Now. Ef ég er með einn tíma í framhaldinu þá fæ ég mér ekki morgunmat fyrr en klukkan 10.30. En þrjá daga vikunnar vakna ég klukkan 5.20. Fæ mér morgunmat, sem er yfirleitt ab-mjólk, ein matskeið mulin hörfræ, ein matskeið hampfræ og eitt lífrænt epli. Fæ mér svo vítamín. Um hádegið fyrir kennslu fæ ég mér mjög oft tvö egg, góða lúku af hreinum hnetum og bláber,“ segir Guðbjörg.

„Þá er kominn tími á góða kaffibollann minn sem er espressokaffi og kollagenduft frá Feel Iceland, en þær bætiefnavörur flokka ég frekar sem ofurhollan innmat. Ég næli mér alltaf í góða endurheimt með því að fara í Sundlaug Garðabæjar og kaldi potturinn þar er algjör nautn. Þá næri ég mig með grænum ofurhollum drykk þar sem uppistaðan er grænkál/spínat, sellerí, engifer, mangó og ýmislegt grænt og gott. Ég þarf meira en það og þá er það oft fræbrauð sem ég baka sjálf eða Lífskornabrauð og þá með kotasælu eða avókadó eða hreint skyr með granóla frá Náttúrulega gott.“

Einfallt, hollt og gott

„Mér finnst gott að fá mér kaffibolla númer tvö fyrir kennslu seinnipartinn. Kvöldmaturinn er máltíð fjölskyldunnar og við höldum okkur við sem mest hreina fæðu og ég elda sem mest frá grunni,“ segir hún.

„Ég get bætt hvítlauki og chilli við nánast hvað sem er og það er einfaldlega besta kryddið. Við borðum mikið fisk og þorskhnakkar eru í algjöru uppáhaldi. Þessi uppskrift er algjör veislumatur þó svo þetta sé mjög fljótlegt og þannig vil ég hafa það. Einfalt, hollt og gott. Stundum langar mig að narta á kvöldin og þá er gott að fá sér medjool döðlur og kasjúhnetur og jú, stundum súkkulaðirúsínur.“

Það er hægt að fylgjast með Guðbjörgu á Instagram, @gfitheilsuraekt.

Engifer- og túrmerikskot

Mynd/Stefán
  • 300 g engifer, afhýtt
  • 4-5 greinar túrmerik rót, afhýdd
  • 5 sítrónur, innvolsið
  • 200 ml vatn

Allt í öflugan blandara og geymt í flösku inni í kæli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.03.2021

Þetta borðar Kristín Björgvins á venjulegum degi

Þetta borðar Kristín Björgvins á venjulegum degi
Matur
19.03.2021

Huggulegt heimastefnumót – Hægelduð nautalund með sveppasósu

Huggulegt heimastefnumót – Hægelduð nautalund með sveppasósu
Matur
02.03.2021

Ný mathöll í miðbænum

Ný mathöll í miðbænum
Matur
01.03.2021

Klassískar Ritz-kex bollur sem trylla öll partý

Klassískar Ritz-kex bollur sem trylla öll partý
Matur
21.02.2021

Þetta borðar Ásdís Rán á venjulegum degi

Þetta borðar Ásdís Rán á venjulegum degi
Matur
14.02.2021

Heimagerði KFC kjúllinn sem öll fjölskyldan elskar

Heimagerði KFC kjúllinn sem öll fjölskyldan elskar