fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Matur

Rjómabollurnar sem fólk á ketó slefar yfir

DV Matur
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolludagurinn nálgast og margir hafa spurt mig um uppskrift að ketó-bollum. Þessi er gömul og góð frá mömmu, uppfærð í ketóbúning.

Ketó-bollur

Hráefni:

100 g smjör
1 bolli vatn
1 bolli fínt möndlumjöl
1 tsk. lyftiduft
2 tsk. xanthan gum
1/2 tsk. salt (má sleppa)
3 egg

Aðferð:

Setja smjör og vatn í pott og hita að suðu þar til allt er bráðnað. Blanda þurrefnum saman. Lækka undir pottinum og blanda þurrefnum út í og hræra þar til blandan skilur sig frá hliðunum. Færa yfir í hrærivél og leyfa grautnum að kólna í 10 mínútur. Eitt egg hrært út í í einu og leyft að blandast vel við. Ofninn hitaður í 225°C. Deiginu skúbbað í sprautupoka og leyft að kólna aðrar 10 mínútur. Deiginu sprautað listavel á bökunarplötu, ég náði 16 litlum bollum. Bakað í 20 mínútur og alls ekki opna ofninn.

Svo er gott að leyfa bollunum að kólna í ofninum með smá rifu til að þær stífni og haldi formi.

Gleðilegan bolludag allir saman!
Ég er með gjafaleik á Instagram þar sem þú getur unnið sykurlaust súkkulaði sem er tilvalið í bollugerð. Smelltu á færsluna hér að neðan.

Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum