Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran ferðaðist um landið á matarbíl í sumar þar sem hún kynntist nýsköpun í matargerð. Afrakstur girnilegra ferða hennar má sjá í nýjum þætti sem fer í loftið í haust. Eva Laufey er líka meistari í partíréttum og sjónvarpsnasli og deilir hér skotheldum uppskriftum.Eva Laufey hefur í nægu að snúast og stendur einnig vaktina í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni á laugardögum.
Mexíkópitsa með djúsí ostasósu
Í þessar pitsur notar Eva Laufey sérstaka tortillu-pitsubotna sem kaupa má tilbúna úti í búð og tekur því pitsugerðin örstutta stund.
2 tortilla-pitsakökur
1 dós sýrður rjómi
1 mexíkóostur, rifinn
500–600 g kjúklingakjöt t.d. úr-beinuð kjúklingalæri
2 msk. mexíkósk kryddblanda
1 rauð paprika, smátt skorin
Salt
Nýmalaður pipar
Tillögur að áleggi: Lárpera, salsa-sósa, sýrður rjómi og smátt saxaður kóríander.
Leggið kjúklingalæri eða annað kjúklingakjöt í eldfast mót og kryddið til með bragðmikilli krydd-blöndu. Eldið í ofni við 180°C í 20 mínútur (fer auðvitað eftir þykktinni á kjúklingakjötinu).
Á meðan kjúklingurinn er í ofninum blandið þið sýrða rjómanum og nýrifnum Mexíkóosti saman í skál og kryddið til með salti og pipar.
Smyrjið tortillakökur með ostasósunni (ég keypti sérstakar pitsa-tortillur í Hagkaup, þær eru þykkari).
Skerið papriku og kjúklingakjöt í litla bita og dreifið yfir ostasósuna.
Bakið í ofni við 180°C í ca. 5–7 mínútur.
Þegar pitsan er tilbúin er gottað skera niður avókadó, tómata og ferskan kóríander og dreifa yfir.
Einnig finnst mér algjört æði að mylja niður nachos-flögur og sáldra yfir. Einföld og stórgóð máltíð sem öllum í fjölskyldunni þykir góð.
Ritzkexhjúpaður camembert
„Ég elska camembert, ég elska Ritzkex og ég elska góða sultu. Hví ekki að blanda þessu öllu saman í ljúffengan smárétt? Þessi réttur er að mínu mati guðdómlega góður.“
½ pakki Ritzkex
2 egg
100 g ca. hveiti1 camembert-ostur
Myljið kökurnar í blandara eða matvinnsluvél.
Skerið ostinn í bitastærð.
Veltið hverjum bita fyrst upp úr eggi og svo upp úr hveiti og loks kexi.
Inn í ofn við 180°C í 6– 8 mínútur. (Misjafnt eftir ofnum, fylgist með ostinum, um leið og hann er farinn að bráðna þá er hann tilbúinn.)
Berið fram með góðri sultu.