fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Matur

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 23. ágúst 2020 19:25

Eva Laufey er snillingur í smáréttum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Kjaran ferðaðist um landið á matarbíl í sumar þar sem hún kynntist nýsköpun í matargerð. Afrakstur girnilegra ferða hennar má sjá í nýjum þætti sem fer í loftið í haust. Eva Laufey er líka meistari í partíréttum og sjónvarpsnasli og deilir hér skotheldum uppskriftum.Eva Laufey hefur í nægu að snúast og stendur einnig vaktina í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni á laugardögum.

Mexíkópitsa með djúsí ostasósu

Í þessar pitsur notar Eva Laufey sérstaka tortillu-pitsubotna sem kaupa má tilbúna úti í búð og tekur því pitsugerðin örstutta stund.

2 tortilla-pitsakökur
1 dós sýrður rjómi
1 mexíkóostur, rifinn
500–600 g kjúklingakjöt t.d. úr-beinuð kjúklingalæri
2 msk. mexíkósk kryddblanda
1 rauð paprika, smátt skorin
Salt
Nýmalaður pipar
Tillögur að áleggi: Lárpera, salsa-sósa, sýrður rjómi og smátt saxaður kóríander.

Leggið kjúklingalæri eða annað kjúklingakjöt í eldfast mót og kryddið til með bragðmikilli krydd-blöndu. Eldið í ofni við 180°C í 20 mínútur (fer auðvitað eftir þykktinni á kjúklingakjötinu).
Á meðan kjúklingurinn er í ofninum blandið þið sýrða rjómanum og nýrifnum Mexíkóosti saman í skál og kryddið til með salti og pipar.

Smyrjið tortillakökur með ostasósunni (ég keypti sérstakar pitsa-tortillur í Hagkaup, þær eru þykkari).

Skerið papriku og kjúklingakjöt í litla bita og dreifið yfir ostasósuna.
Bakið í ofni við 180°C í ca. 5–7 mínútur.
Þegar pitsan er tilbúin er gottað skera niður avókadó, tómata og ferskan kóríander og dreifa yfir.

Einnig finnst mér algjört æði að mylja niður nachos-flögur og sáldra yfir. Einföld og stórgóð máltíð sem öllum í fjölskyldunni þykir góð.

 

Ritzkexhjúpaður camembert

„Ég elska camembert, ég elska Ritzkex og ég elska góða sultu. Hví ekki að blanda þessu öllu saman í ljúffengan smárétt? Þessi réttur er að mínu mati guðdómlega góður.“

½ pakki Ritzkex
2 egg
100 g ca. hveiti1 camembert-ostur
Myljið kökurnar í blandara eða matvinnsluvél.
Skerið ostinn í bitastærð.
Veltið hverjum bita fyrst upp úr eggi og svo upp úr hveiti og loks kexi.
Inn í ofn við 180°C í 6– 8 mínútur. (Misjafnt eftir ofnum, fylgist með ostinum, um leið og hann er farinn að bráðna þá er hann tilbúinn.)

Berið fram með góðri sultu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum