fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Matur

Tandoori kjúklingabringur að hætti Vigdísar Hauks

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 17. ágúst 2020 19:15

Vigdís Hauksdóttir. Myndir/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fylgir lágkolvetnamataræði. Hún ákvað að breyta um lífsstíl og deildi nýlega með okkur hvað hún borðar á venjulegum degi.

Sjá einnig: Vigdís Hauks breytti um lífsstíl og kílóin fuku burt

Tandoori kjúklingabringur

Fyrir 4

4 kjúklingabringur

200 g smjör

Tandoori-krydd

Salt og pipar

  1. Kjúklingabringurnar skornar langsum svo úr verði átta bitar.
  2. 200 g smjör sem brætt er í potti ásamt miklu af tandoori-kryddi – a.m.k. ¼ úr glasinu.
  3. Salt og pipar eftir smekk sett í pottinn.
  4. Kjúklingabringunum er raðað í eldfast mót og smjörkryddleginum hellt yfir.
  5. Passið að pensla yfir bringurnar ef þær standa upp úr. Setjið álpappír yfir og hafið á 200 gráðu hita í 30-45 mínútur.
Tandoori kjúklingabringur að hætti Vigdísar Hauksdóttur

Meðlæti

Salat eftir því hvað er í boði hverju sinni, ásamt fetaosti og svörtum ólífum.

Franskar kartöflur (sem ég borða ekki) og stundum býð ég líka upp á naan-brauð.

Kjúklingurinn er einstaklega mjúkur og gómsætur þegar hann er eldaður upp úr smjöri og er það síðan notað sem „sósa“ út á kjúklinginn og frönsku kartöflunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar