fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
Matur

Simmi Vill deilir uppskriftum að gómsætu grillmeðlæti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 5. júlí 2020 13:30

Sigmar Vilhjálmsson og brokkolísalatið hans. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vil- hjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, er mikill áhugamaður um mat og eldamennsku. Hann ætlar að nýta sumarið og grilla í góða veðrinu. Hann deilir hér uppskrift að gómsætu meðlæti.

Sjá einnig: Þetta borðar Simmi Vill á venjulegum degi

Gómsætt grillmeðlæti

Uppskriftin mín er salat og sósa, sem hentar öllum grillmat.

Brokkólísalat

Hráefni:

 • 2 bollar ferskt brokkólí
 • Rauðlaukur
 • 4 sneiðar eldað beikon
 • Rifinn gráðaostur, eftir smekk
 • Hnetur að vild
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Skerið ferska brokkólíið og rauðlaukinn smátt.
 2. Eldið beikonið þar til það er stökkt og saxið.
 3. Rífið gráðaost eftir smekk og blandið öllu saman í skál ásamt hnetunum.
 4. Að lokum er salti og pipar bætt við eftir smekk.

Salatið hentar með öllu grillkjöti.

Hvítlauks-ostasósa

Hráefni:

 • 6 msk. majónes eða 3 msk. majónes á móti 3 msk. af sýrðum rjóma
 • Einn hvítlauksgeiri
 • Heill poki af rifnum pizzaosti
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Saxið hvítlaukinn mjög smátt.
 2. Blandið öllu vel saman.
 3. Saltið og piprið eftir smekk.

Þessi sósa er sérlega góð inn í heita kartöflu, því osturinn bráðnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Gómsæt tilboð til að taka með heim – Andasalat, steikarsamloka eða sítrónukjúklingur

Gómsæt tilboð til að taka með heim – Andasalat, steikarsamloka eða sítrónukjúklingur
Matur
Fyrir 2 vikum

Veitingastaðir í Reykjavík byrjaðir að senda kokka heim til fólks – „Núna í Covid er brjálað að gera“

Veitingastaðir í Reykjavík byrjaðir að senda kokka heim til fólks – „Núna í Covid er brjálað að gera“
Matur
25.10.2020

Fann sína hillu þegar hún prófaði Ketó mataræði

Fann sína hillu þegar hún prófaði Ketó mataræði
Matur
25.10.2020

Steikt rauðkál með svörtu quinoa, gúrmet linsum, stökku grænkáli og dijonsósu

Steikt rauðkál með svörtu quinoa, gúrmet linsum, stökku grænkáli og dijonsósu