fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Matur

Leyfði lirfunum í spergilkálinu að lifa – Sjáðu hvað gerðist

Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 26. júní 2020 16:30

Lirfurnar í brokkolíuna hans Sams.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað myndir þú gera ef þú myndir finna lirfur í spergilkálinu þínu? Henda því? Skola það vel og sjóða? Fara með það í búðina og heimta endurgreiðslu? Eða, myndiru leyfa lirfunum að lifa og ala þær uns þær yrðu að fiðrildum?

Sam Darlaston er breskur áhrifavaldur sem gerði hið síðastnefnda. Hann deildi sögunni á samfélagsmiðlinum Twitter og hefur sagan hlotið yfir 92.000 líkað við frásögnina og henni verið endurtíst 51.000 sinnum. Þessu greinir vefmiðillinn Bored Panda frá.

Sam byrjar fyrsta tístið á því að merkja Tesco, matvörubúðina þar sem hann keypti brokkólíið, og vara verslunina við því að það séu lirfur í spergilkálinu sem er til sölu. Hann segist ætla að bjarga einni lirfu, gera hana að gæludýri sínu og gefa henni nafn.

Hann heitir Cedric og er frá Spáni

Næsta tíst hljómar svo: „Ef einhver er áhugasamur þá höfum við nefnt lirfuna Cedric. Hann er frá Spáni, eða svo teljum við þar sem spergilkálið kemur þaðan. Hann dansar allan liðlangan daginn eftir að hafa gætt sér á spínati.“

Hann heldur áfram: „GUÐ MINN ALMÁTTUGUR. Ég keypti meira spergilkál og sé samstundis að það eru fleiri lirfur, jafnvel áður en ég hef tekið það úr plastinu.“

„Það kemur nú í ljós að þetta brokkolí ber með sér fimm lirfur???!!! 5!!! Auk þess virðist þetta nú vera orðið að lirfuþræði.“

„JÆJA. Hvað haldiði? Herbergisfélagi minn ætlaði að eldi spergilkálið sitt og BÚMM! Hann á enn fleiri græna vini. Við erum opin fyrir nafnaábendingum fyrir sjöunda lirfubarnið.“

Cedric hefur ummyndunarferlið

„Upprunalega lirfan, Cedric, hefur hafið ummyndum. Þessi Caterpie er nú þróast í Metapod.“ Fyrir ókunnuga þá er Caterpie fyrsta stigs Pókémoni sem lítur út eins og lirfa, en Metapod er annars stigs, þ.e. þróað eintak af Caterpie eða eins konar púpa.

„Hér má sjá Cedric sem hefur verið púpa í um 30 klst. Hann hefur verið endurskírður Metapod þar til hann þróast í fiðrildi.“

Daður í gangi

„Dagur þrjú. Fyrsti lirfurómansinn er hafinn. Janine og Mjói-Eric tóku sér kríu saman, settust að snæðingi og dönsuðu saman á köflum.“

„VÉR HÖFUM UNDANKOMUMEISTARA Á HÖNDUM VOR! Þessi uppreisnarseggur hefur fest sig við vanillu-ilmstöngina mína. Tesco má gjarnan senda mér nýjar ilmstangir þar sem þessar eru algerlega í tætlum.“

Lirfu ringulreið

„Ó Guð! Hún er byrjuð að vefa og gera sér púpu svo það er ekki hægt að ná henni af stönginni. Hún verður því að púpa sig utan búrsins hjá plöntunni minni. Þetta er alger LIRFULREIÐ.“

„Mamma neitar að borða sunnudagsmatinn af ótta við lirfur!!! Sjáðu hvað þú hefur gert Tesco!“

„Síðasta uppfærsla dagsins… Við erum með þrjár púpur. Þau vaxa svo fljótt þessi börn.“

Fyrsta fiðrildið

„Croc skellti sér loksins í púpuna á föstudagskvöld… En á sunnudagsmorgunn heilsaði Cedric mér!!! Hann hefur breyst töluvert.“

„Þrjár af sjö Tesco lirfunum eru nú villt fiðrildi. Í morgun elti Janine Cedric og Mjóa-Eric inn í nýtt líf. (Ég hélt hún myndi kveðja en hún snautaði í burtu eins fljótt og hægt var.)“

„Nú er aftur tími til þess að fleiri lirfur, nú orðin að fiðrildum, breiði út vængi sína. Broc var sleppt í beinni útsendingu með Jeremy Vine á BBC Radio 2. Og nú hef ég sleppt Olly, besta vini hans.“

Í kjölfar þessarar stórskemmtilegu frásagnar hefur Tesco haft samband við Sam og boðist til þess að endurgreiða spergilkálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum