fbpx
Sunnudagur 24.janúar 2021
Matur

Upplífgandi eftirréttir á páskum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 4. apríl 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páskarnir ganga í garð innan skamms og því ekki úr vegi að bjóða upp á páskalega eftirrétti. Nú hafa margir nægan tíma til að dunda sér innanhúss og hér eru þrír páskalegir eftirréttir sem lífga upp tilveruna.

Páskakökur Jarðarberin dulbúast sem gulrætur.

Dúllulegar páskakökur

„Gulrætur“

jarðarber
appelsínugult súkkulaði (eða hvítt súkkulaði litað appelsínugult)

Bollakökur

¾ bolli hveiti
¾ bolli sykur
1/3 bolli kakó
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
½ tsk. salt
1/8 bolli olía
1/3 bolli sýrður rjómi
2 msk. mjólk
1/3 bolli sjóðandi heitt vatn
1 egg
1 tsk. vanilludropar

Krem

100 g mjúkt smjör
200 g flórsykur
75 g dökkt súkkulaði (brætt)
2–3 msk. kakó
1 tsk. vanilludropar
nokkur Oreo-kex

Aðferð:

Byrjum á „gulrótum“. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni með 30 sekúndna millibili þar til það er bráðið. Hrærið vel í blöndunni á milli lota í ofninum. Dýfið jarðarberjunum í súkkulaðið og raðið þeim á smjörpappír. Leyfið súkkulaðinu að storkna.

Næst eru það bollakökurnar. Hitið ofninn í 180°C og takið til 12 bollakökuform. Blandið þurrefnum vel saman í skál. Blandið blautefnum, nema vatni, vel saman í annarri skál. Blandið blautefnunum vel saman við þurrefnin. Blandið síðan vatninu varlega saman við þar til allt er vel blandað saman. Deigið verður í þynnri kantinum. Deilið deiginu á milli formanna og bakið í 15 til 18 mínútur. Leyfið kökunum að kólna áður en þær eru skreyttar.

Loks er það kremið. Þeytið krem í 4 til 5 mínútur. Bætið því næst flórsykri, súkkulaði, kakó og vanilludropum vel saman við og hrærið vel. Ef kremið er of þykkt má bæta smá mjólk út í það. Skerið út holu í miðjunni á hverri köku. Smyrjið kreminu í kringum holuna og myljið Oreo-kex ofan á kremið. Stingið síðan „gulrótunum“ ofan í holuna. Þetta er ekki flókið!

Tignarleg Það er ansi gaman að skreyta kökuna með páskaeggi og leyfa fjölskyldumeðlimum að brjóta það í spað.

Páskakakan

Kakan

450 g mjúkt smjör
2 bollar sykur
1 tsk. vanilludropar
3 bollar hveiti
6 egg
1 tsk. lyftiduft

Kremið

300 g mjúkt smjör
600 g flórsykur
100 g hvítt súkkulaði (brætt og aðeins kælt)
2 tsk. vanilludropar
Matarlitur (ef vill)

Aðferð:

Byrjum á kökunni. Hitið ofninn í 160°C og takið til tvö hringlaga form, um 18 sentímetra að stærð. Smyrjið þau vel. Þeytið smjör og sykur saman í 5 til 10 mínútur þar til blandan er létt og ljós. Blandið restinni af hráefnunum saman við og hrærið þar til allt er blandað saman. Deilið deiginu á milli formanna. Deigið er frekar stíft þannig að það er smá mál að koma því í formin. Bakið í klukkutíma og leyfið að kólna alveg áður en kakan er skreytt.

Svo er það kremið. Þeytið smjör og flórsykur í 5 til 6 mínútur og bætið síðan restinni af hráefnunum saman við. Skreytið kökuna að vild – notið fullt af skrauti, fullt af gleði og fullt af matarlit!

Hreiðurgerð Einfaldur og skemmtilegur eftirréttur.

Ætt páskaskraut

1 bolli dökkt súkkulaði (grófsaxað)
1 msk. smjör
2 bollar saltstangir (brotnar í bita)
nammiegg

Aðferð:

Bræðið súkkulaði og smjör saman í örbylgjuofni þar til allt er bráðnað saman. Munið að hita bara í 30 sekúndur í senn og hræra alltaf í blöndunni á milli. Veltið saltstöngunum upp úr súkkulaðinu þar til nánast allar saltstangirnar eru huldar með súkkulaði. Finnið ykkar innri listamann og búið til hreiður úr saltstöngunum. Varúð: Það verður sko nóg af súkkulaði á puttunum eftir á til að sleikja. Raðið eggjum í hreiðrin og leyfið þessu að storkna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 4 vikum

Sósa fyrir jólin – Reddingin sem bjargar jólunum

Sósa fyrir jólin – Reddingin sem bjargar jólunum
Matur
23.12.2020

Eva Laufey opnar sig um verstu eldhúsmistökin – „Ég þóttist fyrst um sinn ekkert kannast við málið“

Eva Laufey opnar sig um verstu eldhúsmistökin – „Ég þóttist fyrst um sinn ekkert kannast við málið“
Matur
14.12.2020

Berglind uppljóstrar leyndarmálinu – Svona býrðu til Þristamúsina hans Simma

Berglind uppljóstrar leyndarmálinu – Svona býrðu til Þristamúsina hans Simma
Matur
12.12.2020

Mergjaður marengs krans með rifsberjum og after eight súkkulaði

Mergjaður marengs krans með rifsberjum og after eight súkkulaði
Matur
06.12.2020

Föstudagspitsa sem slær í gegn

Föstudagspitsa sem slær í gegn
Matur
06.12.2020

Andabringur með appelsínusósu & sellerírótarmús

Andabringur með appelsínusósu & sellerírótarmús
Matur
29.11.2020

Lykillinn að gómsætum ketó jólabakstri – Súkkulaðibitakökur með appelsínudropum

Lykillinn að gómsætum ketó jólabakstri – Súkkulaðibitakökur með appelsínudropum
Matur
28.11.2020

Þessir kókostoppar klikka aldrei

Þessir kókostoppar klikka aldrei