fbpx
Sunnudagur 25.október 2020
Matur

Klassísk marengsterta klikkar aldrei

Una í eldhúsinu
Sunnudaginn 26. apríl 2020 11:25

Una Dögg Guðmunsdóttir heldur úti matarblogginu unabakstur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með hækkandi sól er tilvalið að bjóða upp á sumarlega tertu með helgarkaffinu. Ferskir ávextir gera tertuna sumarlega en tilvalið er að bjóða upp á freyðivínsglas með eða sódavatn með ferskum ávöxtum og skála fyrir væntanlegu sumri með samkomugleði og blóm í haga.

Marengsbotnar

4 stk eggjahvítur
2 dl sykur
3 dl rice crispies
1 tsk lyftiduft

Aðferð:

  1. Hitið upp í 120 gráður á blástur.
  2. Þeytið saman eggjahvítur og lyftiduft og bætið sykrinum smám saman við þar til marengsinn er orðinn alveg stífur.
  3. Rice crispies er bætt varlega saman við með sleikju.
  4. Leggið blönduna svo út á tvær arkir af bökunarpappír í tvo jafna hringi  ca 23-25 cm í þvermál hvorn um sig.
  5. Setjið í ofninn og bakið í um 60 mínútur.

 

Karamellu krem

50 gr smjör
150 gr rjómasuðusúkkulaði
4 stk eggjarauður
4 msk flórsykur

Aðferð:

  1. Byrjið á að bræða saman smjör og súkkulaði við vægan hita og passið að hræra vel í blöndunni. Látið aðeins kólna.
  2. Þeytið saman eggjarauðurnar og flórsykurinn.
  3. Blandið því næst öllu saman og hrærið vel.
  4. Setjið um 3/4 karamellunna á neðri marengsbotninn, þeytið 500ml af rjóma og setjið á eftir karamellunni, næst er efri botninn settur á og þá er tilvalið að skreyta með restinni af karamellunni yfir ásamt fallegum ávöxtum.
Við bakstur á marengs verða eftir eggjarauður sem tilvalið er að nýta í heimagerðan ís.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Ketóhornið: Kraftmikil íslensk kjötsúpa stútfull af orku

Ketóhornið: Kraftmikil íslensk kjötsúpa stútfull af orku
Matur
Fyrir 3 vikum

Pestópitsa að hætti Berglindar sem slær öllum öðrum við

Pestópitsa að hætti Berglindar sem slær öllum öðrum við
Matur
Fyrir 4 vikum

Einfaldar og fljótlegar kjúklingatortillur sem krakkarnir elska

Einfaldar og fljótlegar kjúklingatortillur sem krakkarnir elska
Matur
Fyrir 4 vikum

Þetta borðar Kristín Soffía á venjulegum degi

Þetta borðar Kristín Soffía á venjulegum degi
Matur
19.09.2020

Helgi Björns fer í veitingabransann – Tekur við rekstrinum á Hótel Borg

Helgi Björns fer í veitingabransann – Tekur við rekstrinum á Hótel Borg
Matur
15.09.2020

Sláðu í gegn með þessum nestishugmyndum

Sláðu í gegn með þessum nestishugmyndum
Matur
06.09.2020

Kókosbollur Birtu – Auðveldur og skemmtilegur eftirréttur

Kókosbollur Birtu – Auðveldur og skemmtilegur eftirréttur
Matur
06.09.2020

Þetta borðar Birta Abiba á venjulegum degi

Þetta borðar Birta Abiba á venjulegum degi