fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Matur

Er þyngdartapið stopp eða viltu byrja á ketó? – Prófaðu eggjaföstu: Svona virkar það

DV Matur
Mánudaginn 16. mars 2020 16:00

María Krista er ketó-sérfræðingur okkar Íslendinga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viltu byrja á ketó eða lágkolvetnamataræði en veist ekki hvernig þú átt að koma þér af stað? Eggjafasta er eitt af því sem þú getur gert samkvæmt ketó-sérfræðingnum Maríu Kristu.

María Krista heldur úti vinsælli Instagram-síðu og bloggsíðu þar sem hún deilir alls konar ketó-fróðleik og uppskriftum.

Hún segir að eggjafasta sé fyrir fólk sem er stopp í þyngdartapi, vill byrja á LKL/ketó eða hreinlega koma sér á rétt ról eftir að hafa leyft sér meiri kolvetni en venjulega.

En hvað er eggjafasta?

Eggjafasta snýst um, eins og nafnið gefur til að kynna, að borða aðeins egg og fitu. Manneskja sem ætlar að taka eggjaföstu ætti að borða minnst sex egg á dag og allt að tíu til tólf egg á dag. Fyrir hvert egg áttu að borða eina matskeið af fitu (15 grömm), eins og kókos-, avókadó-, ólífu- og MCT olíu. Þú getur líka borðað smjör eða mæjónes.

„Skipuleggðu eggjaföstuna miðað við þína rútínu, en það er gott að borða heilt egg um einum klukkutíma eftir að þú vaknar,“ segir María Krista og gefur fleiri ráð.

„Ekki verða of svangur/svöng, fáðu þér egg. Ekki borða ef þú ert ekki svangur/svöng, bíddu aðeins og borðaðu seinna.

Ostur er val og ekki talin með sem fita, hámark af osti er 125 grömm á dag.

Ekki borða þremur klukkutímum fyrir svefn.“

Að sögn Maríu er í lagi að nota sætuefni en notkun þeirra ætti þó að vera í hófi. Það ætti einnig að nota krydd og hot sauce í hófi. Það er í lagi að drekka kaffi og te og mikilvægt að drekka allavega tvo lítra af vatni á dag.

„Það er ekkert annað í boði þessa daga. Ekki möndlumjólk, rjómi né aðrar mjólkurvörur. Margir ná bestum árangri með því að borða 8-10 egg ásamt jöfnum matskeiðum af fitu. Egg og fita þurfa að vera jöfn í lok dags en það má til dæmis borða eitt soðið egg án fitu en nota fituna í kaffið örlítið seinna. Það er gott að skrá niður daginn og fylgjast með,“ segir María Krista.

Hún birtir síðan nokkrar uppskriftir á vefsíðu sinni og sýnir hvernig er hægt að gera eggjaföstuna spennandi.

Þú getur fylgst með Maríu Kristu á Instagram. Hún deilir líka reglulega girnilegum uppskriftum á mariakrista.com. Hún deildi nýlega uppskrift að páskaeggi sem er hægt að skoða hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum