fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Matur

Íslenskir nammigrísir hafa talað – Þetta er versta nammið – „Hélt lengi vel að ömmu líkaði illa við mig þegar hún bar þetta á borð“

DV Matur
Miðvikudaginn 11. mars 2020 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir nammigrísir koma saman í Facebook-hópnum NammiTips og útkljá í eitt skipti fyrir öll hvað sé versta nammið.

Í færslu þar sem spurt er um versta nammið nefna meðlimir hópsins það nammi sem þeir telja verst.

Nammið sem ber sigur úr bítum sem versta nammið er Bassetts.

Sambó lakkrís.

„Wannabe sambó lakkrís er líka helvítis ógeð,“ segir meðlimur hópsins. 87 manns hafa líkað við þá staðhæfingu þegar greinin er skrifuð.

„Þetta hefur vinningin í vondu nammi. Hélt lengi vel að ömmu líkaði illa við mig þegar hún bar þetta á borð,“ segir annar meðlimur hópsins.

Fjölmörgum er einnig meinilla við Victory nammið.

„Þetta er alveg agalegt,“ segir einn meðlimur um Victory nammið.

„Þetta er alveg það versta,“ segir annar. Það eru hins vegar ekki allir sammála og segir ein kona: „Ég elska þetta.“

Marsipanbrauðið frá Freyju er ekki vinsælt hjá meðlimum hópsins.

„Já djöfulsins ógeð,“ segir einn meðlimur hópsins um sælglætið.

Súkkulaði með appelsínubragði frá Lindu er á óvinalista margra.

Rommkúlurnar eru kallaðar „ógeðslegar“ og taka 46 manns undir það.

Skógaberjanammi, Jelly Beans og hvítt súkkulaði með svipað marga gagnrýnendur.

Mörgum þykir skógaberjanammi vont.

Smarties, krítar, sykurpúðar og „allt með hnetusmjöri og hnetum“ fá einnig last frá nammigrísunum.

Þetta hlaup var einnig óvinsælt meðal nammigrísanna.

Hvað segja lesendur, hvað er versta nammið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirMatur
Fyrir 3 vikum

Sykurlaus guðdómleg gulrótarkaka – Geggjuð gleði

Sykurlaus guðdómleg gulrótarkaka – Geggjuð gleði
Matur
Fyrir 3 vikum

Líklega fallegasti hamborgari landsins – kroppurinn elskar hann

Líklega fallegasti hamborgari landsins – kroppurinn elskar hann
Matur
Fyrir 4 vikum

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði
Matur
23.08.2020

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir
Matur
16.08.2020

Trylltur kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum

Trylltur kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum
Matur
16.08.2020

Sjúkleg eplabaka með súkkulaði og kókos

Sjúkleg eplabaka með súkkulaði og kókos