Fimmtudagur 04.mars 2021
Matur

Lykillinn að gómsætum ketó jólabakstri – Súkkulaðibitakökur með appelsínudropum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 11:07

Hanna Þóra. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarbloggarinn og rithöfundurinn Hanna Þóra segir að lykilatriðið í að baka gómsætar ketó-vænar uppskriftir sé að velja rétt sætuefni í stað hefðbundins sykurs.

Hanna Þóra Helgadóttir hefur fylgt ketó mataræði undanfarin tvö og hálft ár. Hún er matarbloggari og deilir uppskriftum á Instagram @hannathora88 og hannathora.is. Hún var að gefa út sína fyrstu bók fyrir jólin, KETÓ – Uppskriftir – Hugmyndir – Skipulag.

Smekkur manna misjafn

Í stuttu máli gengur ketó út á að borða lítið sem ekkert af kolvetnum, þar af leiðandi hvorki sykur né hveiti. Aðspurð hvað sé leyndarmálið á bak við góðan ketó bakstur segir Hanna Þóra besta leyndarmálið vera að velja sætuefni sem hentar þér og þínum.

„En smekkur manna er afar misjafn í þeim flokki. Sumir finna aukabragð af sætuefnum sem aðrir finna ekki, en það er afar misjafnt á milli tegunda. Úrvalið er sífellt að aukast og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og sleppt venjulegum sykri.“

Hanna Þóra Helgadóttir. Mynd/Ernir

Þegar kemur að því að breyta hefðbundinni uppskrift svo hún verði ketó, segir Hanna Þóra það vera lítið mál.

„Lykilatriðið er að velja gott sætuefni til að nota í staðinn fyrir sykur. Ég nota mest möndlumjöl og kókoshveiti í staðinn fyrir venjulegt hveiti, en það er lægra í kolvetnum og laust við glútein,“ segir hún.

„Ef um pönnukökur eða smákökur er að ræða er gott að hafa í huga að hafa hverja og eina ekki of stóra þar sem glútein er ekki til staðar, sem er bindiefni, og þær brotna frekar ef þær eru mjög stórar, en bragðið er ekki verra.“

Ketó-vænar smákökur með kaffinu

Skemmtilegast þykir Hönnu Þóru að baka eitthvað með börnunum í kringum hátíðirnar og skapa þannig samverustund í leiðinni.

„Ég hef gert mikið af kókoskúlum og möndluklösum sem þarf ekki að baka í ofni og það slær ávallt í gegn heima hjá mér. Allir fá að skella í nokkrar jólalegar kókoskúlur og smakka. Súkkulaðibitakökur eru nýjasta æðið en það er lítið mál að baka ketó-vænar smákökur og hafa með kaffinu,“ segir Hanna Þóra.

„Jólin eru fram undan með öllum þeim kræsingum sem þeim fylgja. Með öllum ketó-vænu uppskriftunum er leikur einn að fara samviskubitslaust í gegnum hátíðirnar, njóta alla leið og borða góðan mat án kolvetna. Bökum eitthvað gott og njótum með okkar nánustu. Það að uppskrift sé ketó þýðir að hún sé sykur- og hveitilaus, það eru innihaldsefni sem margir eru til í að sleppa með tilheyrandi blóðsykursjöfnun og vellíðan í kjölfarið.“

Ketó smákökur. Mynd/Ernir

Ketó súkkulaðibitakökur með appelsínudropum

100 g smjör við stofuhita
80 g sæta
2 tsk. vínsteinslyftiduft
Nokkur saltkorn
1 egg
2 dl möndlumjöl
Sykurlaust súkkulaði, saxað
2 tsk. appelsínudropar/sykurlaust djúsþykkni

  1. Þeytið vel smjör, egg, sætuefni og appelsínudropa.
  2. Bætið næst lyftidufti og möndlumjöli saman við.
  3. Saxið sykurlaust súkkulaði og hrærið varlega saman við.
  4. Bakið við 180 gráður þar til kökurnar eru orðnar gulllitaðar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
31.01.2021

Gerðu veturinn ögn sumarlegri með gómsætu vatnsmelónusalati

Gerðu veturinn ögn sumarlegri með gómsætu vatnsmelónusalati
Matur
31.01.2021

Bananabrauð sem allir geta gert – Nýtið gömlu bananana

Bananabrauð sem allir geta gert – Nýtið gömlu bananana
Matur
23.01.2021

Jói Gleðipinni elskar hamborgara – Stefán Karl á Fabrikkunni einn sá besti úr eigin vopnabúri

Jói Gleðipinni elskar hamborgara – Stefán Karl á Fabrikkunni einn sá besti úr eigin vopnabúri
Matur
23.01.2021

Þetta borðar Ragga Nagli á venjulegum degi

Þetta borðar Ragga Nagli á venjulegum degi