fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Lágkolvetnamorgunverður Ágústu – „Ég mæli með að þú prófir“

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 09:37

Ágústa Johnson og múslíið góða. Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér kemur uppskrift af einum uppáhalds morgunverði líkamsræktarfrumkvöðulsins Ágústu Johnson framkvæmdastjóra Hreyfingar. „Ég nota þetta múslí út á lágkolvetna chiagrautinn minn, einstaklega góður og hollur morgunverður sem ég mæli með að þú prófir,“ skrifar Ágústa í pósti til meðlima Hreyfingar í dag.

Hreyfing sendir gestum sínum reglulega uppskriftir en þessi ku vera að slá í gegn hjá súru leikfimisunnendum sem æfa nú heima eða skríða á klakabúntum miðborgarinnar. En góður morgunverður og heimaæfing er svo sannarlega skref í rétta átt.

Chia grautur

3/4 b. chiafræ
3 b. möndlumjólk
Stevia – ca 15 dropar eða eftir smekk
2 tsk vanilludropar

Blandið vel saman í stóra krukku með loki og geymið í kæliskáp yfir nótt.

Lágkolvetna múslí

Hitið ofninn í 160 C°

90 g pekanhnetur – saxaðar
90 g góðar möndlur – saxaðar (ég nota Olio Nitti hvítar, saltaðar sem eru geggjaðar)
50 g graskersfræ
40 g kókosflögur
40 g brasilíuhnetur – saxaðar
3 tsk kanill (ég elska kanil, má vera minna eftir smekk)
1/2 tsk sjávarsalt (má etv sleppa ef notaðar Olio Nitti möndlur)
70 ml kókosolía
1 msk möndlumjöl
1 msk Good good Sweet like syrup
1 tsk vanilla (set gjarnan aðeins rúmlega)
1 eggjahvíta – stífþeytt

Blandið fyrst þurrefnum saman í sér skál, bætið svo olíu, vanillu, sírópi út í þeyttu eggjahvítuna.

Blandið svo öllu vel og vandlega saman.

Dreifið vel úr á bökunarpappír og bakið í u.þ.b. 25 mín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa