fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Eva sviptir hulunni af matseðlinum – Svona byrjar hún alla daga

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 18:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir markaðsráðgjafi, ástríðukokkur, móðir og eiginkona með meiru verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Matur & Heimili á mánudagskvöld:

Eva Dögg er mikill ástríðukokkur og veit fátt skemmtilegra þessa dagana en að setja saman ljúffenga og holla máltíð. Sjöfn Þórðar heimsækir Evu í eldhúsið þar sem Eva sviptir hulunni af matseðli á hefðbundum degi hjá fjölskyldu hennar. „Ég byrja ávallt daginn á rauðrófusafa og mér finnst líka skipta máli að bera hlutina fallega fram, við byrjum alltaf á því að drekka og borða með augunum. Ég ber því safa dagsins fram í fallegu glasi og nýt þess að hefja daginn með þessum ljúffenga drykk og á mína gæðastund.“

Eva segir að hún og maðurinn hennar hafi breytt mataræðinu í haust eftir erfiða og fordæmalausa tíma og leggi nú meiri áherslu á að borða meira af grænmeti og léttmeti.

„Við erum stór fjölskylda á breiðu aldursbili og gullkrullur mínar, synir okkar, voru ekki alltof hrifnir í fyrstu þegar salat var orðið stór hluti af máltíðinni. Þeir voru því stundum að borða pizzur í staðinn og kannski of oft. Því tók ég til minna ráða og fór að huga að því að bjóða uppá fjölbreytni í salötunum og toppa með ávöxtum og sjávarfangi eins og risarækjum auk þess skiptir framreiðslan líka miklu máli.“

Að sögn Evu er miklu auðveldara að bjóða yngri kynslóðinni uppá hollustu ef um val er í boði. „Að strákarnir mínir geti valið hvað þeir setji á diskinn sinn skiptir sköpun til að fá þá að smakka,“ segir Eva.

Sjöfn fær að njóta matarupplifunnar í eldhúsinu hjá Evu þar sem bæði auga og munnur fá að njóta sín.

Þátturinn Matur & Heimili er á dagskrá á Hringbraut öll mánudagskvöld klukkan 20.30

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum