fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

KFC á Íslandi 40 ára í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. október 2020 14:24

KFC er gríðarlega vinsælt á aðfangadag í Japan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru nákvæmlega 40 ár síðan fyrsti KFC-staðurinn opnaði á Íslandi, þann 9. október 1980. Þá voru 50 ár liðin frá stofnun KFC og því hafa Íslendingar notið veitinga ofurstans fræga í að verða helming tímans sem liðinn er frá því að Colonel Harland Sanders opnaði sinn fyrsta stað í Kentucky í Bandaríkjunum árið 1930.

Það var Helgi Vilhjálmsson, gjarnan kallaður Helgi í Góu, sem stóð fyrir innrás ofurstans og hefur komið að rekstrinum sleitulaust síðan en afkomendur hans sjá um daglegan rekstur í dag. Fyrsti staðurinn opnaði við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og stendur þar enn, en nú eru staðirnir alls 8 talsins, þar af 6 á höfuðborgarsvæðinu, einn í Reykjanesbæ og einn á Selfossi.

Í tilefni afmælisins stendur KFC fyrir leik í bílalúgum allra staða sinna. Þannig fær níundi hver bíll afmælisfötu með níu leggjum gefins í allan dag.

Fyrsta blaðaauglýsing KFC sem birtist í fjölmiðlum fimmtudaginn 9. október 1980

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“