fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Matur

Líklega fallegasti hamborgari landsins – kroppurinn elskar hann

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 1. september 2020 19:00

Una Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir matgæðingur DV segir þennan borgara svo sannarlega gera kroppnum gott og ekki skemmir fyrir að hafa sætkartöflufranskar og hvítlaukssósu smeð. Borgarinn er ekki aðeins ferskur og fallegur heldur gerðu allir fjölskyldumeðlimir honum góð skil.

 

„Ég hef oft miklað það fyrir mér að elda grænmetisborgara, komst svo að því að það er hið minnsta mál, tekur enga stund, góð til-breyting frá klassískum nauta-hamborgurum.“

Uppskrift fyrir fjóra 300 g nýrnabaunir
50 g valhnetur
½ dl ferskur kóríander
1 dl gulrætur
½ laukur
2 stk. hvítlauksrif
1 stk. rauðrófa meðalstór eða 2 stk. litlar
1 msk. ólífuolía
1 tsk. kúmen
1 dl soðin hrísgrjón
1 tsk. dijonsinnep
Salt og pipar að vild

Byrjið á að sjóða hrísgrjón, sigta og setjið í skál.Setjið valhnetur í matvinnsluvél og hakkið þær smátt niður og blandið við hrísgrjónin. Takið næst hvítlauksrifin, gul­ræturnar og rauðrófuna og rífið niður í rifjárni og blandið saman við grjónin og hneturnar.

Nýrnabaunir eru settar í mat­vinnsluvél ásamt lauknum og rest­inni af hráefninu. Hnoðið blönduna svolítið saman og myndið hringlaga buff, setjið á bökunarpappír og inn í ofn í um 25 mínútur á 180 gráðu hita.Berið fram með fersku salati, avók­adó, baunaspírum eða því græn­meti sem er í uppáhaldi.

Góð sósa eins og hvítlaukssósa er tilvalin með grænmetisborgaranum, að ógleymdum sætkartöflu­frönskum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum