fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Mexíkóveisla og marengsbomba frá Unu í eldhúsinu

Fókus
Laugardaginn 1. ágúst 2020 12:00

Kjúklingaréttur með mexíkósku ívafi. Mynd/Una

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir hásumarið er tilvalið að bjóða heim í gómsæta og einfalda rétti. Una Guðmundsdóttir, matgæðingur DV, deilir hér spennandi uppskriftum sem allir elska.

Mexíkó-kjúklingaréttur

Hérna kemur uppskrift að góðum kjúklingarétti, tilvöldum til að elda um helgina. Lítill undirbúningur fylgir þessum rétti og hann þykir alltaf jafn góður. Léttur réttur með smá mexíkósku ívafi.

4 kjúklingabringur

300 g ostasósa úr krukku

300 g salsasósa úr krukku

170 g Doritos snakk (veljið ykkar uppáhaldsbragðtegund)

100 g rifinn ostur

1 dós sýrður rjómi

Matarolía til steikingar

Kjúklingakrydd til að krydda bringurnar

Byrjið á að skera niður kjúklingabringurnar í bita og steikið upp úr olíu á pönnu og kryddið bitana vel með kjúklingakryddi. Blandið mexíkóskri ostasósu og salsasósu saman í potti við vægann hita. Leggið helminginn af sósublöndunni í botninn á eldföstu formi, setjið kjúklingabitana ofan á og brjótið niður snakk yfir, endurtakið tvisvar sinnum. Stráið rifnum osti yfir ásamt því að setja nokkrar klípur af sýrðum rjóma aðeins yfir réttinn. Eldið í ofni í um 25–30 mínútur á 180 gráðum. Berið fram með góðu salati og sýrðum rjóma til hliðar.

Marengsbomba með ís og Nóakroppi

Unu finnst alltaf klassískt að bjóða upp á marengsköku þegar ég fæ gesti í matarboð. Yfir sumartímann er tilvalið að hafa hana aðeins öðruvísi – hvíla rjómann og setja ferskan vanilluís á milli botnanna. Það sem er einnig sniðugt við þessa köku er að hægt er að skella henni í frystinn og geyma hana í nokkra daga.

 

Botnar

5 eggjahvítur

150 g sykur

150 g púðursykur

1½ tsk. lyftiduft

100 g Nóakropp

1 l vanilluís

 

Krem

4 eggjarauður

60 g flórsykur

50 g smjör

150 g Síríus suðusúkkulaði

 

Botnar

Þeytið eggjahvítur varlega saman við sykurinn, passið að stífþeyta blönduna. Til þess að vera viss um að blandan sé stífþeytt ættuð þið að geta hvolft skálinni án þess að blandan hreyfist. Bætið Nóakroppinu og lyftiduftinu varlega saman við með sleikju. Teiknið tvo jafna hringi á bökunarpappír og skiptið blöndunni jafnt á þá. Bakið við 140 gráðu hita í um 70 mínútur.

 

Krem

Bræðið varlega saman smjör og súkkulaði í potti, hrærið vel og passið að blandan brenni ekki við. Leyfið blöndunni aðeins að kólna. Hrærið saman eggjarauðurnar og flórsykurinn. Blandið svo súkkulaðiblöndunni varlega saman við og hrærið vel saman. Leggið vanilluís milli botnanna þegar þeir hafa aðeins fengið að kólna. Setjið svo helminginn af súkkulaðiblöndunni yfir ísinn og notið restina til þess að skreyta efri botninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa