fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Matur

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 7. júní 2020 10:34

Edda Hermannsdóttir. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Hermannsdóttir er vel kunnug landsmönnum úr fjölmiðlum. Í dag starfar hún sem markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka og var að gefa út bókina Framkoma. Hvað ætli rithöfundurinn borði á venjulegum degi?

Hefðbundinn dagur

„Dagarnir mínir eru frekar fjölbreyttir. Venjulega er ég mikið á ferðinni á fundum en í ljósi COVID hef ég verið heima að vinna síðustu vikur sem breytir taktinum mikið og hægir á manni sem er mjög ljúft. Hefðbundinn dagur byrjar snemma hjá okkur fjölskyldunni og ég fylgi börnunum í skólann áður en ég fer í vinnuna. Ég nýti tímann í bílnum til að taka fyrstu símtöl dagsins eða hlusta á gott hlaðvarp. Já og hringja í mömmu, það er nauðsynlegt á hverjum morgni. Ef tími gefst til þá næ ég einum kaffibolla með vinkonu fyrir vinnu áður en við mætum klukkan níu,“ segir Edda.

„Ég hef alltaf hreyft mig mikið og hef það frekar fjölbreytt og hlusta á hvað líkaminn vill gera. Ég hleyp mikið og við fjölskyldan höldum
mikið upp á sundlaugarnar. Það besta eru síðan göngutúrar með góðum vinum eða fjölskyldu.“

Edda Hermannsdóttir ásamt syni sínum, Sigurði Halldórssyni.

Borðar fjölbreytt og hollt

„Ég get eiginlega ekki borðað það sama tvo daga í röð, það leiðist mér svakalega. Ég hef oft reynt að temja mér agað mataræði en hætti því oftast áður en ég byrja. En heilt yfir borða ég fjölbreyttan og hollan mat svona á móti því að hafa sérstakt dálæti á súkkulaði. Mér finnst þetta alltaf snúast um gott jafnvægi, borða það sem mann langar í en helst ekki of mikið af því og reyna að forðast boð ogi bönn,“ segir Edda.

Eldhúsið griðastaður

Edda nýtur þess að vera í eldhúsinu og finnst fátt betra en að kveikja á kertum og elda eftir vinnudaginn.

„Mér finnst eldhúsið líka vera hálfgerður segull á börn og bestu stundirnar að dunda þar með þeim og fara yfir daginn og veginn. Ég er ágætur kokkur en ég er líklega betri bakari og finnst mjög gamaan að baka brauð og kökur. Það er líklega eitthvað svo ljúft við að finna baksturslyktina í húsinu,“ segir hún.

Ítalskt í uppáhaldi

Edda er mikill aðdáandi ítalskrar matargerðar. „Pasta með heimagerðri sósu úr tómagrunni og nóg af kryddjurtum og parmesan er í miklu uppáhaldi. Við sparitilefni er uppáhaldið mitt líka nautalund í trufflulegi sem sambýlismaður minn eldar og þá er bearnaise-sósan nauðsynleg með,“ segir hún.

Matseðill Eddu

Morgunmatur:

Ég sleppi oftast morgunmat en ég geri reglulega spínatdrykk sem er í uppáhaldi hjá fjölskyldumeðlimum. Ristað brauð með banana eða heimagerðar bollur eru síðan nauðsynlegar um helgar.

Millimál 1:

Góður súkkulaðimoli með kaffinu.

Hádegismatur:

Ég er svo góðu vön að vera á vinnustað þar sem er framúrskarandi matur í hádeginu og salatbar með. Kjúklingur eða fiskur með salati er þar mjög algengt á disknum.

Millimál 2:

Ég gleymi þessu millimáli oftast. Best finnst mér ef ég næ að skera epli eða fá mér eina hrökkbrauð með osti.

Kvöldmatur:

Algengasti maturinn hér á virkum degi er fajitas. Bæði er það einfalt, með miklu grænmeti og börnin elska þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum