fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Þetta er maturinn sem fólk kaupir ekki í heimsfaraldrinum

DV Matur
Miðvikudaginn 25. mars 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða um heim hefur COVID-19 sjúkdómurinn sett allt úr skorðum og býr nú þriðjungur mannkyns við einhvers konar samgöngu- og/eða samkomubann. Mikið hefur verið um að fólk hamstri ýmsar nauðsynjavörur úr matvöruverslunum, svo sem klósettpappír.

Það er hins vegar ýmislegt sem selst alls ekki í miðjum heimsfaraldri og hafa netverjar úti í hinum stóra heimi verið duglegir við að birta myndir af því sem selst alls ekki.

Eitt af því sem hefur ekki rokið út er eftirréttahummus, en hummus er kjúklingabaunamauk og komst nýverið í tísku að gera það í eftirréttaformi, til að mynda með súkkulaðibragði. Það virkar ekki vel í heimsfaraldri eins og sést hér:

Þá er ýmislegt frosið sem selst ekki, til dæmis gulrótarhringir og pítsabotnar úr blómkáli:

Einnig hefur neyðin ekki kennt fólki að meta ananas á pítsu, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Forseti vor hlýtur að vera glaður með það:

Grænkerum fer sífellt fjölgandi í heiminum en þeir virðast ekki kæra sig um gervikjöt sem búið er til úr plötnum. Fjölmargir netverjar hafa birt myndir af hillum sem eru fullar af slíku kjöti, sem kallast á ensku „plant-based meat“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa