fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Matur

Óttast að verða blind en getur ekki hætt að borða kjúklinganagga og franskar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. september 2019 09:00

Jade borðar mestmegnis kjúklinganagga og franskar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jade Youngman, 25 ára, óttast að verða blind að sökum mataræðis síns. Hún lifir aðeins á svokölluðu „ruslfæði.“ Mataræði hennar samanstendur af unni matvöru eins og kjúklinganöggum og frönskum. Hún borðar einnig mikið af pasta og pítsu. Tilhugsunin um grænmeti og ávexti er Jade óbærileg, en eftir að tveir ungir drengir hafa orðið blindir eftir að hafa aðeins borðað sama ruslfæðið í mörg ár biðlar hún til almennings í von um að finna einhvern til að hjálpa sér. The Sun greinir frá.

Jade er frá Norfolk og glímir við sértæka átröskun (e. selective eating disorder, einnig þekkt sem avoidant/restrictive food intake disorder).

Einkenni sértækrar átröskunar er að geta ekki neytt sérstaks matar sökum áferðar, lyktar, litar eða hitastigs. Matur sem er talinn öruggur getur verið takmarkaður við sérstakar fæðutegundir og jafnvel sérstök vörumerki. Í tilfelli Jade þá eru það kjúklinganaggar og aðrar slíkar unnar vörur.

Kjúklinganaggar og franskar.

Önnur einkenni sértækrar átröskunar eru áköf mótmæli þegar þeim er boðin óæskileg fæða, hræðslu viðbrögð og að kúgast við lykt og snertingu við ákveðin mat.

„Ég lýsi þessu þannig að ef einhver setur disk með grænmeti eða ávöxtum fyrir framan mig þá er það sama og að setja disk með hundakúk fyrir framan mig og segja „borðaðu þetta,““ segir Jade.

„Ég æli ef ég borða þetta. Ég mun kúgast bara við það að hafa það fyrir framan mig. Þetta eru líkamleg viðbrögð […] Ég veit að þetta mun ekki drepa mig ef ég borða þetta, og ég veit að þetta smakkast örugglega ágætlega, en ég kem þessu ekki upp í mig. Ég hef reynt það en ég get það ekki. Hausinn minn leyfir mér það ekki.“

Jade segir að þetta hafi byrjað þegar hún var um þriggja ára, fyrir það borðaði hún hvað sem er. Hvorki hún né móðir hennar muna eftir atviki sem gæti hafað orsakað þetta ástand . Það hafi bara skyndilega gerst. Læknar sögðu við foreldra hana að Jade væri bara matvönd og hún myndi þroskast upp úr því.

„En ég gerði það aldrei,“ segir Jade.

Jade óttast framtíð sína.

„Ég byrjaði að taka eftir því að ég væri öðruvísi þegar ég byrjaði í skólanum. Það var talað um matinn minn því ég var með sama mat og lítil börn borða. Það er áferðin sem er vandamálið hjá mér, ekki bragðið endilega,“ segir hún.

„Ég er með frekar sterka bragðkirtla og ég set mjög mikið salt á matinn minn, en ég kemst ekki yfir áferðina […] Ég hef alltaf borðað kjúklinganagga, pítsu, venjulegt pasta með osti og franskar – sem sagt unna matvöru. Þetta er matur sem ég tel „öruggan.“ Ég borða aldrei neitt nýtt sem ég hef aldrei prófað áður.“

Jade var greind með sértæka átröskun árið 2013. Hún glímir við mikinn kvíða og þunglyndi vegna þessa. Hún hefur reynt ýmsar meðferðir hjá sálfræðingum en ekkert gengið upp.

Nú óttast hún að hún muni feta í fótspor átján ára drengs, Harvey Dyer, sem missti sjónina eftir að hafa aðeins borðað franskar, snakk og súkkulaði síðan hann var tveggja ára. Harvey og móðir hans stigu fram og sögðu sögu hans eftir að annar strákur varð löglega blindur, þegar hann var aðeins sautján ára, eftir að hafa borðað aðeins pylsur, franskar, Pringles, hvítt brauð og skinku í mörg ár.

„Ég hef ekki enn misst sjónina en mín saga er svipuð og saga Harvey, þannig ég hef miklar áhyggjur af því. Fólk nefnir hann við mig og segir mér að ég þurfi að gera eitthvað í mínum málum. En ég get bara ekki breytt því hvernig ég borða, sama hversu mikið mig langar til þess. Ég veit að þetta hefur áhrif á heilsu mína. Ég er stöðugt þreytt. Mér finnst daglegt líf mjög erfitt og ég er mjög háð koffíni sem ég veit að er ekki heldur gott fyrir mig. Ég er með járnskort og þarf að taka töflur við því. Ég veit ekki hvaða önnur heilsufarslegu vandamál ég glími við, því læknar virðast ekki líta á þetta sem læknisfræðilegt ástand og hafa ekki sent mig í rannsóknir. Þeir segja að ég þurfi að breyta mataræðinu á einhverjum tímapunkti. Ég hef áhyggjur af því hvaða áhrif þetta mun hafa á mig ef ég ákveð að eignast börn. Ég hef líka áhyggjur af hvaða áhrif þetta hefur á heilsu barnsins á meðgöngunni. Svo þegar kemur að því að ala það upp, hvernig get ég fengið barnið til að borða hollan mat ef ég geri það ekki einu sinni sjálf,“ segir Jade.

Hún segir fólk sjaldan trúa henni, að hún sé að glíma við raunverulegt vandamál.

„Mér finnst fólk vera mjög dómhart. Því ég er ekki feit né rosalega grönn, þá heldur fólk að ég sé ekki að glíma við átröskun. Mér finnst ég hjálparvana, eins og ég get ekki gert neitt í þessu. Þetta gerir mig mjög óhamingjusama. Ég myndi gera hvað sem er til að einhver lagi mig. Ég vill bara finna einhvern sem mun hjálpa mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
04.07.2020

Fylltar kjúklingabringur og sætarkartöflur – „Má ég fá meira takk“

Fylltar kjúklingabringur og sætarkartöflur – „Má ég fá meira takk“
Matur
04.07.2020

Þetta borðar Simmi Vill á venjulegum degi

Þetta borðar Simmi Vill á venjulegum degi
Matur
30.06.2020

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat
Matur
27.06.2020

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr
Matur
08.06.2020

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum
Matur
07.06.2020

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi