fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
Matur

Raunveruleikastjarna varar við ketó: „Þetta er ekki heilbrigt mataræði“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 13:30

Tamra Judge.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Tamra Judge úr þáttunum Real Housewives of Orange County er ekki hrifin af ketó.

Hún sagði frá því á Instagram að hún trúir því ekki að ketó-mataræðið sé ekki heilbrigt.

„Ég gat ekki skilið hvernig ég átti að borða svona mikla fitu. Þetta er bara ekki heilbrigt til lengri tíma,“ sagði hún samkvæmt The Feast á Bravo.

Tamra prófaði mataræðið í fyrra en hún hætti eftir að hún „varð veik.“

„Það er sagt að þú fáir ketó flensu og ég bara hætti á ketó í kjölfarið,“ sagði hún.

Ketó-flensa er nokkuð algengur fylgikvilli þegar byrjað er á ketó. Einkenni eru beinverkir, þreyta, svimi og flökurleiki. „Flensan“ kemur vegna þess að líkaminn er að hætta að brenna kolvetnum og byrja að brenna fitu, þegar líkaminn er að fara í svokallað „ketósis“.

Tamra stundar líkamsrækt að kappi.

Tamra segir að hún botnar ekkert í mataræði sem inniheldur svona mikla fitu.

„Það veldur mér áhyggjum. Ég trúi alveg að það virkar, en ég bara get ekki skilið hvernig ég ætti að borða svona mikla fitu. Slæma fitu eins og ost, sýrðan rjóma, smjör og allt þetta. Ég er hrifin af góðu fitugjöfunum eins og avókadó, en ég ætla ekki að dýfa eggjunum mínum í smjör og henda osti ofan á það. Ég bara get það ekki,“ sagði Tamra.

„Ég botna bara ekkert í þessu því þetta er ekki heilbrigt mataræði. Ég hef meiri áhyggjur um áhrifin sem ketó hefur á hjartað þitt, kólesterólið þitt og þannig hluti.“

Hvað segja lesendur, hefur hún eitthvað til málanna að leggja?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 klukkutímum

Matur
Fyrir 1 viku

Snúðar á þrjá vegu sem gætu komið á óvart

Snúðar á þrjá vegu sem gætu komið á óvart
Matur
Fyrir 2 vikum

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum
Matur
Fyrir 2 vikum

Veganistur gefa út bók: „Markmið okkar hefur alltaf verið að gera uppskriftir sem allir skilja“

Veganistur gefa út bók: „Markmið okkar hefur alltaf verið að gera uppskriftir sem allir skilja“
Matur
Fyrir 2 vikum

Fór á Starbucks og var gjörsamlega misboðið yfir því sem starfsmaður skrifaði á glasið hennar

Fór á Starbucks og var gjörsamlega misboðið yfir því sem starfsmaður skrifaði á glasið hennar
Matur
Fyrir 3 vikum

Fimm þeytingar sem eru fullkomnir í morgunmat

Fimm þeytingar sem eru fullkomnir í morgunmat
Matur
Fyrir 3 vikum

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um franskar

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um franskar