fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Matur

Pizza Hut lokar 500 veitingastöðum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 09:30

Tímamót. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsvarsmenn veitingastaðakeðjunnar Pizza Hut tilkynntu það í vikunni að fimm hundruð veitingastöðum keðjunnar verði lokað á næstu tveimur árum. Today segir frá, en samkvæmt fréttinni eru tæplega 7500 Pizza Hut-staðir í Bandaríkjunum. Fjöldi þeirra fer því niður í 7000 á næstu 24 mánuðum.

Ástæðan fyrir þessum lokunum er hins vegar ekki samdráttur að sögn forsvarsmanna Pizza Hut, heldur einungis stefnumótun. Ætlar fyrirtækið að færa sig frá hefðbundnum veitingastaðarekstri, þar sem viðskiptavinir geta fengið sér sæti og snætt, og einbeita sér meira að skyndibita og heimsendingarþjónustu. Er talið að þessi breyting gæti aukið gróða Pizza Hut til lengri tíma litið.

Ekkert annað er ljóst um langtímaplönin hjá Pizza Hut, en mikill uppgangur hefur verið hjá fyrirtækinu síðustu misseri. Á þessu ári er salan á pítsum og öðru matarkyns tveimur prósentustigum hærri en í fyrra og því þurfa aðdáendur staðarins ekki að örvænta yfir fregnum um lokanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum