fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Matur

10 venjur sem geta farið illa með nýrun

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. ágúst 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýrun eru mikilvæg líffæri og er hægt að skemma þau með lífsstíl sínum. David Wolfe segir að of mikið álag á nýrun geti valdið miklum skaða með tímanum en hér er listi yfir þær venjur sem hann segir að séu skaðlegastar fyrir nýrun.

Að drekka ekki nógu mikið af vatni

Eitt mikilvægasta hlutverk nýrnanna er að sía blóð og fjarlægja eiturefnin og úrganginn sem getur skaðað líkamann. Þegar þú drekkur ekki nógu mikið af vatni geta eiturefnin og úrgangurinn safnast upp og valdið miklum skaða.

Að borða of mikið af salti

Líkaminn þarf natríum en of mikið af því getur valdið skaða. Flestir neyta of mikið af salti sem getur hækkað blóðþrýstinginn og sett of mikið álag á nýrun.

Að borða (og drekka) of mikið af sykri

Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem drekka tvo eða fleiri sykraða drykki á dag eru líklegri til þess að mælast með prótein í þvagi. Prótein í þvagi er eitt fyrsta merkið um að nýrun séu ekki að starfa eðlilega.

Að halda í sér

Þetta hljómar ekki vel en það gera þetta allir. Við getum fundið fyrir þörfinni til að pissa þegar við erum í bíl, í miðju símtali eða langt frá salerni. En að halda of reglulega í sér eykur pressu sem getur valdið nýrnabilun eða nýrnasteinum.

Að vera með vítamínskort

Heilbrigt mataræði er mikilvægt fyrir heilsuna, þar á meðal nýrnastarfsemina. Það eru margskonar vítamínskortir sem geta aukið líkurnar á nýrnasteinumj eða nýrnabilun, eins og til dæmis of lítið af B6 vítamíni og magnesíumskortur.

Að drekka allt of mikið af kaffi

Koffín getur hækkað blóðþrýstinginn og sett aukið álag á nýrun. Með tíma getur óhófleg kaffidrykkja (eða koffínneysla) leitt til nýrnaskaða.

Að borða OF mikið af dýrapróteini

Að borða of mikið af dýrapróteini (sérstaklega rauðu kjöti) eykur álagið á nýrun. Því meira prótein sem þú neytir, því meira þurfa nýrun að vinna,, sem getur valdið streitu og skaðað nýrun.

Að sofa ekki nóg

Langvarandi svefnskortur hefur verið tengdur við mög heilsufarsvandamál, þar á meðal nýrnasjúkdóm. Líkaminn vinnur á meðan við sofum og lagar þá nýrnavef sem gæti hafa skaðast, því gerir svefnskortur líkamanum erfiðara fyrir að jafna sig.

Að taka of mikið af verkjalyfjum

Bæði lyfsseðilsskyld lyf og verkjalyf sem hægt er að kaupa án lyfsseðils eru oft tekin við höfuðverk eða öðrum verkjum án tillits til aukaverkana sem gætu fylgt. Mikil notkun eða misnotkun á verkjalyfjum getur valdið alvarlegum nýrna- og lifraskaða.

Að neyta áfengis í óhóflegu magni

Flestir njóta vínglass eða bjórs af og til en að drekka marga drykki oft í viku getur aukið líkur á nýrnaskaða því áfengi setur aukið álag á bæði nýrun og lifrina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Rétturinn sem gerist ekki meira ketó: „Algjört hnossgæti“

Rétturinn sem gerist ekki meira ketó: „Algjört hnossgæti“
Matur
Fyrir 2 vikum

Fimm þeytingar sem eru fullkomnir í morgunmat

Fimm þeytingar sem eru fullkomnir í morgunmat
Matur
Fyrir 3 vikum

Ketó-drottningin með tíu ráð fyrir byrjendur: „Þetta á ekki að vera kvöl“

Ketó-drottningin með tíu ráð fyrir byrjendur: „Þetta á ekki að vera kvöl“
Matur
Fyrir 3 vikum

Tími fyrir taco – Þessa uppskrift þarf að geyma

Tími fyrir taco – Þessa uppskrift þarf að geyma
Matur
15.08.2019

Kjúklingur, rjómaostur og hellingur af osti – Huggunarmatur kvöldsins er klár

Kjúklingur, rjómaostur og hellingur af osti – Huggunarmatur kvöldsins er klár
Matur
15.08.2019

Ef þér finnst ananas ógeðslegur á pítsu, bíddu bara – Netverjar fríka út

Ef þér finnst ananas ógeðslegur á pítsu, bíddu bara – Netverjar fríka út