Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Matur

Lúsmís, aspasís og kampavínsís á boðstólum

DV Matur
Föstudaginn 16. ágúst 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Má bjóða þér lúsmís, aspasís eða kampavínsís? Þú getur smakkað á hinum árlega Ísdegi Kjöríss, sem verður haldinn við verksmiðju fyrirtækisins í Hveragerði  á laugardaginn milli kl. 13-16.

Dagurinn er haldinn í samstarfi við bæjarhátíðina Blómstrandi daga og því geta gestir einnig notið annarar dagskrár sem er í boði í bænum. Mörg þúsund manns hafa mætt á hátíðina undanfarin ár sem nú verður haldin í 13. skipti, en mjög vinsælt hefur verið meðal höfuðborgarbúa, að bregða sér í ísbíltúr til Hveragerðis á deginum.

Mynd frá Ísdeginum í fyrra.

Í ár heldur Kjörís upp á 50 ára afmæli sitt og ber Ísdagurinn keim af því samkvæmt fréttatilkynningu Kjöríss.

„Lögð verður sérstök ísleiðsla úr verksmiðjunni og út á bílaplan. Þar verða dælurnar í stanslausri notkun allan daginn og mega gestir borða eins mikinn ís og þeir geta í sig látið. Í fyrra runnu um tvö og hálft tonn af ís ofan í gesti Ísdagsins.  Ásamt hinum hefðbunda ís verður líkt og síðustu ár boðið upp á alls kyns ólíkindabrögð sem ísgerðarmenn Kjöríss hafa leikið sér með, líkt og aspasís, hnetusmjörsís, kampvínsís og lúsmís. Eins verða auðvitað margar gómsætar tegundir eins og súkkulaði veganís, kókosbolluís og fleiri.

Skemmtidagskrá verður á staðnum fyrir börn og fullorðna en Ingó Veðurguð mætir með gítarinn, Daði Freyr fer á svið, hin hvergerðska Birna tekur lagið og herra Hnetusmjör tryllir lýðinn. Einnig mæta BMX brós og Hjalti úrsus með þrautabraut en kynnir á hátíðinni verður Lalli töframaður.

Ýmislegt skemmtilegt verður í boði fyrir börnin í Listasafni Árnesinga eins og byggingasamkeppni þar sem verðlaun eru í boði.  Þar verður einnig risagíraffi og fleira skemmtilegt alla helgina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Bjóddu í bröns – Fjórir ómótstæðilegir réttir

Bjóddu í bröns – Fjórir ómótstæðilegir réttir
Matur
Fyrir 1 viku

Við höfum verið að raða vitlaust í uppþvottavélina í öll þessi ár

Við höfum verið að raða vitlaust í uppþvottavélina í öll þessi ár
Matur
Fyrir 2 vikum

Ekki hætta við ef þú átt ekki eitthvað til – Það er ýmislegt hægt að gera til að redda sér í eldhúsinu

Ekki hætta við ef þú átt ekki eitthvað til – Það er ýmislegt hægt að gera til að redda sér í eldhúsinu
Matur
Fyrir 2 vikum

Jennifer Aniston fann mikinn mun á sér eftir að hún byrjaði að gera þetta

Jennifer Aniston fann mikinn mun á sér eftir að hún byrjaði að gera þetta
Matur
Fyrir 3 vikum

Einn þekktasti matreiðslumeistari landsins gefst upp og skellir í lás – „Vann myrkranna á milli, fleiri hundruð klukkutíma í mánuði“

Einn þekktasti matreiðslumeistari landsins gefst upp og skellir í lás – „Vann myrkranna á milli, fleiri hundruð klukkutíma í mánuði“
Matur
Fyrir 3 vikum

Fimm mínútna redding Maríu – Ímyndaði sér aldrei að hún yrði fjögurra barna móðir

Fimm mínútna redding Maríu – Ímyndaði sér aldrei að hún yrði fjögurra barna móðir
Matur
Fyrir 3 vikum

Geggjað rækjupasta – Fullkominn helgarmatur

Geggjað rækjupasta – Fullkominn helgarmatur